fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Einar hæstaréttarlögmaður hjólar í Rauða Krossinn, Stöð 2, RÚV, Loga Einars og fleiri – „Alltaf með tár­in í aug­un­um“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð áhugaverður pistill birtist í Morgunblaðinu í dag eftir Einar S. Hálfdánaron hæstaréttarlögmann. Það sem er hvað áhugaverðast við pistilinn er að í honum hjólar hæstaréttarlögmaðurinn í nokkuð marga, einstaklinga, stjórnmálaflokka, stofnanir og fyrirtæki.

Í upphafi pistilsins segist Einar vilja gera þingmönnum sem og blaðamönnum tilboð. „Sí­fellt furðulegri frétta­flutn­ing­ur lít­ur dags­ins ljós hvað viðkem­ur út­lend­ing­um sem hér sækja um vernd. Um þetta er fjallað í löngu máli í helstu „fréttamiðlum“. Höfuðatriði í huga frétta­manns­ins er jafn­an „mannúð“. Er gætt mannúðar eða gæt­ir kannski mann­vonsku?“ segir hann.

Tilboðið sem Einar ræðir um snýst um að „yf­ir­fara lög um út­lend­inga, hvaða af­stöðu stjórn­völd­um beri að taka á grund­velli þeirra, laga­fram­kvæmd í Evr­ópu og fleira þessu tengt.“

Einar vekur þá athygli á því að stór hluti fólks í Afríku hefur hugleitt það að flytja til Evrópu en hann segir einn fimmta þeirra hafa hugleitt það mjög alvarlega. Íbúa­fjöldi Afr­íku telst um 1,4 millj­arðar. Ef mér skjátl­ast ekki eru þeir sem hingað ætla sér að koma sem sé fleiri en þeir sem fyr­ir eru,“ segir hann.

„Vandi Afr­íku og annarra slíkra landsvæða verður því ekki leyst­ur með því að breyta Evr­ópu í Afr­íku líkt og for­ingi franskra jafnaðarmanna hef­ur vakið at­hygli á. Skilti á fá­menn­um fundi á Aust­ur­velli þar sem sagði „Eng­in landa­mæri“ og fleira í þeim dúr voru allr­ar at­hygli verð. Sér­stak­lega fyr­ir nýj­an formann Rauða kross­ins, Silju Báru Ómars­dótt­ur pró­fess­or.“

Talar um Rauða Krossinn, Stöð 2 og RÚV sem „vinstriöflin“

Einar talar þá meira um Rauða krossinn en hann telur hann með í einu af „vinstriöflunum“ ásamt tveimur af stærstu fjölmiðlum landsins. „Á liðnum dög­um hafa vinstriöfl­in, Rauði kross­inn, Stöð 2 og RÚV dregið fram fólk sem þau nefna, hik­laust, flótta­fólk því til stuðnings að eng­ar brott­vís­an­ir vegna til­efn­is­lausra beiðna um hæli skuli fara fram,“ segir hann.

„Þar eð eng­in mál­efna­leg rök er að finna er gripið til til­finn­inga­legra rök­semda. – Við mun­um af­leiðing­ar þess að fjöl­skyldu var veitt­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur á grund­velli veik­inda barns. Fjöl­miðlar á Balk­anskag­an­um tóku málið upp og af­leiðing­in varð gegnd­ar­laus­ar, til­hæfu­laus­ar um­sókn­ir um hæli. Nú virðist sem sumir frétta­menn telji að ekki þurfi stríð eða raun­veru­leg­ar ógn­ir sem gild­ar ástæður fyr­ir vernd. Þau sem koma hingað til lands og biðja um hæli skuli sem sé ein­ung­is þurfa að bera við til dæmis fötl­un, elli, fá­tækt, slæm­um aðbúnaði eða veik­ind­um.“

Einar grípur þá á það ráð að tala um að hér á landi sé nú þegar fólk „líður fyrir fötlun, elli, fátækt og veikindi“ og að það skorti „viðunandi umönnun“ fyrir það. „Er ekki ráð fyr­ir það fólk að leita til Rauða kross­ins?“ spyr hann en bætir svo við að hann hafi hætt að borga Rauða krossinum fyrir nokkrum árum.

„Reynd­ar hætti ég að borga póli­tísk­um Rauða krossinum fyr­ir nokkr­um árum og hvet alla ein­dregið til hins sama. Rauði krossinn lif­ir nú orðið á eymd spilafíkla, jafn siðlaust og það nú er. Á sama tíma pré­dik­ar Rauði krossinn um meint­ar siðferðileg­ar skyld­ur annarra!“

Hjólar í Loga, Pírata, Viðreisn og Flokk fólksins

Undir lokin á pistlinum fer Einar að hjóla í stjórnmálafólk og stjórnmálaflokka en hann byrjar á því að tala um Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. „Ég veit að það stoðar lítt að biðja vinstra­fólk um rök­semd­ir eða skoðun á af­leiðing­um aðgerða. Logi Ein­ars­son hvorki skil­ur né sér neitt, enda alltaf með tár­in í aug­un­um,“ segir hann.

Næst tekur Einar fyrir Pírata. „Rök Pírata í per­sónu­leg­um sam­töl­um eru ein­föld. Hér eiga að vera opin landa­mæri. Hingað vilji svo fáir koma að landa­mæra sé ekki þörf! Sam­fylk­ing­in aðhyll­ist opin landa­mæri án þess að þora að segja það, en mót­mæl­ir í hvert sinn sem ein­hverj­um er neitað um hæli,“ segir hann.

Þá tekur hann næst fyrir Viðreisn og svo Flokk fólksins. „Ekki verður leng­ur séður neinn mun­ur á Viðreisn og öðrum vinstri­flokk­um í þess­um mála­flokki frem­ur en öðrum. Flokk­ur fólks­ins er víst nú orðið á sama báti og hinir og tek­ur hik­laust und­ir með Pír­öt­um og Sam­fylk­ingu gegn brott­vís­un­um þeirra sem ekki eiga rétt á vernd á Íslandi.“

Undir lokin segist Einar ætla að skrifa aðra grein um „væntanlega útgjaldaspreningu“ hjá hinu opinbera vegna „óheftrar komu fólks sem ekki á rétt á vernd á Íslandi“. Þá segir hann að Ísland sé „í rauninni eina landið í heiminum“ sem er með „því sem næst opin landamæri fyrir þá sem þangað leita.“

„Það mun fyrr en var­ir enda með skelf­ingu, verði ekki breytt um stefnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna