fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Deildarstýra leikskóla á Selfossi sökuð um áreitni í garð undirmanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 12:00

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hafa borist ábendingar þess efnis að kona sem starfar sem deildastjóri hjá leikskóla á Selfossi hafi verið send í launað leyfi þann 9. maí síðastliðinn vegna ásakana um áreitni í garð undirmanna, meðal annars kynferðislega áreitni.

Í bréfi til DV eru tilgreind atvik sem eiga að hafa átt sér stað í vinnuferð starfsmanna leikskólans dagana 6. – 7. maí. Er þar lýst athæfi sem flokka má sem óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni.

Meintir þolendur áreitisins eru sagðir vera tveir karlar og ein kona. DV hafði samband við viðkomandi aðila sem neituðu að tjá sig um málið.

Mannlíf greindi frá málinu þann 5. júní og segir það vera margþætt en það snúi að óviðeigandi hegðun og samskiptaerfiðleikum, meðal annars í vinnuferð á hóteli uppsveitum Borgarfjarðar. Í frétt Mannlíf segir ennfremur að sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Árborgar, Þorsteinn Hjartarson, staðfesti að deildarstýran sé í leyfi.

Þessu neitar Þorsteinn hins vegar í viðtali við DV og segir ekki rétt eftir sér haft: „Ég get í sjálfu sér ekkert tjáð mig um starfsmannamál í skólum sem eru í skoðun, þannig að ég get ekki staðfest þetta,“ sagði Þorsteinn við þeirri spurningu DV hvort deildarstjóri í leikskóla á Selfossi hefði verið sakaður um kynferðislega áreitni.

Það eina sem Þorsteinn vildi láta hafa eftir sér væri að viðkvæm starfsmannamál væru til skoðunar og ekki væri hægt að tjá sig frekar um þau á meðan málin væru í vinnslu. „Þetta snýr ekki bara að einum starfsmanni,“ sagði Þorsteinn ennfremur, en vildi ekki útskýra það nánar. Vildi hann ekki tilgreina fjölda meintra gerenda eða þolenda. „Það er yfirleitt þegar svona starfsmannamál eru að þau snerta fleiri en einn.“

„Við erum með aðila sem eru að skoða þessi mál fyrir okkur í skólanum og á meðan þetta er í vinnslu getum við ekki tjáð okkur um málið. Ég get ekki sagt meira um hvaða starfsmenn þetta eru, þetta er bara til skoðunar hjá okkur eins og gengur, það kemur ýmislegt upp á og þá eru mál sett í skoðun hjá okkur og á meðan erum við ekki að tjá okkur um málin.“

Þorsteinn sagði að lokum að hér væri ekki verið að sópa málum undir teppið heldur að vinna vel og faglega.

DV hafði samband við deildastýruna sem sögð er hafa verið sett í leyfi en hún sagðist ekki geta rætt málið strax þar sem hún væri upptekin. DV tókst ekki að ná sambandi við konuna aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna