fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Andspyrnuhreyfingin í Melitopol er Rússum erfið – Hafa drepið tæplega 200 hermenn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 06:50

Minnismerki frá Sovéttímanum við Melitopol. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins tveimur dögum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu náðu þeir borginni Melitopol, í suðurhluta landsins, á sitt vald. Síðan hafa íbúarnir og yfirvöld barist gegn hernámsliðinu.

Rússneskum hermönnum hafði að sögn verið sagt að Úkraínumenn myndu taka þeim fagnandi en það hefur nú ekki verið raunin. Melitopol er þar engin undantekning og það er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að stór hluti íbúanna, sem eru um 155.000, eru Rússar, þar á meðal borgarstjórinn.

Samkvæmt upplýsingum sem hafa borist frá borginni hafa borgarbúar veitt harða mótspyrnu og eru sagðir hafa drepið tæplega 200 rússneska hermenn frá upphafi innrásarinnar. Borgin hefur verið nefnd „Martröð Pútíns“.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War hefur sagt að í Melitopol sé Rússum veit andspyrna og telur að þeim hafi verið veitt mótspyrna þar síðan um miðjan mars. Segir hugveitan að átök á milli Rússa og óbreyttra borgara hafi færst í aukana að undanförnu. Eru íbúar sagðir hafa fellt rússneska hermenn og unnið skemmdarverk á brúm og járnbrautarlestum sem eru notaðar til birgðaflutninga fyrir rússneska herinn.

Um miðjan mars námu rússneskir hermenn Ivan Fedorov, borgarstjóra á brott. Í samtali við The New Yorker lýsti hann rússnesku hermönnunum sem „uppvakningum“ sem hafi endurtekið sömu hlutina aftur og aftur þegar þeir yfirheyrðu hann. Þeir hafi haldið því fram að þeir hefðu hertekið borgina til að vernda rússneska tungu og til að vernda borgina gegn nasistum. „Þeir trúðu ekki að meirihluti borgarbúa talar rússnesku. Þetta var nánast fyndið og absúrd,“ sagði hann.

Fimm dögum eftir að Fedorov var numinn á brott var hann látinn laus og á móti létu Úkraínumenn níu rússneska hermenn lausa. Hann er í dag á yfirráðasvæði Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör