Það er nú staðfest að maðurinn sem lést eftir árás í húsi í Barðavogi á laugardagskvöld var íbúi í kjallaraíbúð hússins. Þetta kemur fram í frétt Vísis
Maðurinn var fæddur árið 1975 og var eigandi íbúðarinnar í kjallaranum.
Vísir ræðir við fyrrverandi nágranna mannsins, Skúla Þór Hilmarsson, sem flutti fyrir nokkru úr húsinu. Segir hann hluta af ástæðunni fyrir brottflutningum hafa verið óþægileg nærvera unga mannsins sem grunaður er um morðið. Sá er fæddur árið 2001.
„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli í viðtali við Vísir.is. Segir Skúli að maðurinn hefði átt að fá viðeigandi aðstoð. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“
Fleira nágrannar hafa lýst manninum sem ógnvekjandi. DV ræddi við einn nágranna mannsins fyrr í dag: