Karlmaður á þrítugsaldri, fæddur 2001, hefur verið handtekinn og er grunaður um morð sem átti sér stað í austurbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, en þá lét karlmaður á fimmtugsaldri lífið um kvöldmatarleitið.
Samkvæmt heimildum RÚV mun vera grunur á því að maðurinn hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Er andlátið rannsakað sem morð