Árni Gils Hjaltason er látinn, á þrítugasta aldursári, en hann fæddist 3. október árið 1992.
Árni var mikið í fréttum vegna dómsmáls en hann var sýknaður í Landsrétti í fyrra af ákæru um tilraun til manndráps eftir að hafa verið sakfelldur í héraðdsómi. Málsmeðferðin í héraði og rannsókn lögreglu hafa verið gagnrýndar, ekki síst af föður Árna, Hjalta Árnasyni, fyrrverandi kraftlyftinga- og aflraunamanni, sem árum saman barðist fyrir réttlæti til handa syni sínum. Skaðabótamál fyrir hönd Árna voru í uppsiglingu. Lát hans bar að undir helgi en nákvæm tímasetning er enn ekki fyrir hendi.
DV sendir öllum aðstandendum og vinum Árna Gils Hjaltasonar innilegar samúðarkveðjur.