fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Íslendingur metinn hæfur til að svara til saka fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu – Á yfir höfði sér lífstíðardóm

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2022 22:33

Daníel Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn íslenski Daníel Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa myrt bekkjarsystur sína með hrottalegum hætti í Bandaríkjunum, hefur verið úrskurðaður hæfur til að svara til saka í Kernsýslu í Kaliforníu. Fréttablaðið greinir frá.

DV greindi fyrst frá málinu síðasta sumar. Þá var Daníel í haldi lögreglu grunaður um ódæðið sem átti sér stað þann 18. maí í fyrra en þá fann lögregla borgarinnar illa farið lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham. Líkið fannst í bílskúr við heimili stjúpföður Daníels og var Íslendingurinn, sem er fæddur árið 2000, handtekinn skömmu síðar með blóð á höndum og hálsi auk þess sem blóð fannst á buxum hans.

Áverkar á líki Pham voru miklir en meðal annars var hún með mörg stungusár á líkama og aftan á höfði. Þá leikur grunur að lík Pham hafi verið limlest eftir dauða hennar. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn.

Mánuði síðar var greint frá því að Daníel væri ekki hæfur til þess að réttað væri yfir honum og að hann ætti að undirgangast meðferð á viðeigandi stofnun þar til að ástand hans myndi batna.

Þær vendingar hafa nú orðið í málinu, eins og áður segir, að Daníel sé metinn hæfur til þess að svara til saka fyrir dómi.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að mál Daníels verði tekið fyrir þann 22. júní, en í þeirri fyrir­töku þarf á­kæru­valdið að leggja fram þau sönnunar­gögn sem aflað hefur verið í málinu. Dómari þarf síðan að meta hvort að sönnunargögnin séu  séu nægi­lega sterk til að málinu verði haldið á­fram eða hvort það verði látið niður falla. Séu sönnunargögnin gegn Daníel full­nægjandi að mati dómarins má búast við því að réttar­höldin yfir Daníel fari fram um það bil sex­tíu dögum eftir fyrir­tökuna, eða seinni­partinn í ágúst.

Dauða­refsingar eru ekki heimilar í Kali­forníu­fylki en búast má við því að gerð verði krafa um lífs­tíðar­fangelsi, verði Daníel fundinn sekur um morðið.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ögmundur sýnir hvernig Háskóli Íslands hafði fé af sjúkum manni – „1.060.000 kr. horfnar“

Ögmundur sýnir hvernig Háskóli Íslands hafði fé af sjúkum manni – „1.060.000 kr. horfnar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“