fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Gunnar Hrafn segist hafa verið rekinn við Drekann – „Alltaf undirliggjandi að mér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu minnar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrum þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hann sakar Helga Hrafn Gunnarsson, fyrrum samherja sinn, um að hafa bannað sér að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þar síðustu þingkosningar. Segir Gunnar Hrafn að atvikið hafi átt sér stað fyrir framan sjoppuna Drekann í miðbænum og þar hafi Helgi Hrafn beinlínis rekið hann úr flokknum.

„Ástæðan væri sú að honum hefði borist eftir einhverjum boðleiðum fregnir af því að það ætti að taka mig af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndarfundi og þingflokksfundi. Þegar ég skoðaði sjálfur gögnin kom í ljós að ég var í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum. Helgi tók ekkert mark á því og endurtók hótanir sínar um að þetta yrði allt rakið af blaðamanni innan skamms ef ég hætti ekki við framboðið,“ skrifar Gunnar Hrafn.

Hann segir að fljótlega hafi komið í ljós að „blaðamaðurinn“ sem var að safna þessum gögnum hafu verið Björn Leví, mótframbjóðandi hans í prófkjörinu. Fjölmiðillinn sem Helgi Hrafn hafi því vitnað inn væri bloggsíða Björns Levís þar sem hann birti upplýsingarnar.

„Vart þarf að taka fram hagsmunaáreksturinn sem hér á sér stað. Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.
Sérstaklega finnst mér gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli þar sem það var alltaf undirliggjandi að mér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu minnar. Helgi Hrafn fullyrti það fyrir utan sjoppuna í Vesturbænum en sver það nú af sér,“ skrifar Gunnar Hrafn.

Hann hefur verið opinskár með baráttu sína við andlega veikindi og segir að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar.

Færsla Gunnars Hrafn hefur vakið talsverða athygli og hafa bæði Helgi Hrafn og Björn Leví brugðist við henni.

„Ég skammast mín ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut sem ég gerði í þessu máli, myndi gera nákvæmlega það sama aftur, og vona, að ef ég verð einhvern tíma í þeirri stöðu sem þú varst í á þessum tíma, að góður vinur minn komi til mín og tali við mig um stöðuna.
Þá myndi ég þakka þeim vin, frekar en að kasta ítrekað í hann útúrsnúningum og skömmum,“ skrifar Helgi Hrafn við færslu Gunnars Hrafns.

Björn Leví baunar á Gunnar Hrafn og segist ekki vita hversu oft hann mætti í nefnd fyrir hann á þessum tíma af því að Gunnar Hraf mætti ekki. „Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi,“ skrifar Björn Leví.

Hann segir að mætingar á nefndarfundi séu opinberar upplýsingar sem birtar séu í fundargerðum og hann hafi haldið utan um slíka mætingu um árabil. Það hafi verið gert í almennum tilgangi og ekki beinst sérstaklega gegn Gunnari Hrafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Pútín niðurlægður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi
Fréttir
Í gær

Ungur íslenskur maður rekinn fyrir þjófnað – „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf?

Ungur íslenskur maður rekinn fyrir þjófnað – „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf?
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli