Tveir menn slógust svo heiftarlega í austurbænum í dag að lögregla þurfti að koma sáttum á milli þeirra.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar segir einnig frá slagsmálum í heimahúsi seinni partinn, en ekki eru fyrirliggjandi nánari upplýsingar um það mál eins og er.
Það var líka tilkynnt um þjófnað á miklu magni af skoðunarmiðum frá skoðunarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Miðaþjófar skulu hins vegar vara sig að sögn lögreglu, vegna þess að hún notast við aðrar og nýstárlegri aðferðir en að lesa á límmiða til að gá hvort bifreiðar hafi verið skoðaðar og vátryggðar eða ekki.
Öllu alvarlegra er það að þegar aðilar eru staðnir að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna hljóta þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun. Slík háttsemi fellur nefnilega undir ákvæði um skjalafals.