fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Fréttir

Óshlíðarharmleikurinn: Bílasmið finnst bíllinn líta út eins og honum hafi verið ýtt út af veginum – „Myndi samt vilja sjá fleiri myndir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta lítur meira út eins og honum hafi verið ýtt fram af, ég myndi samt vilja sjá fleiri myndir til að skera úr um það,“ segir sextugur bílasmiður sem hefur unnið við bílaréttingar frá 16 ára aldri en hlaut löggildingu sem bílasmniður árið 2010 eftir að hafa unnið nær alla ævi í faginu.

Þetta er álit mannsins eftir að hafa séð tvær ljósmyndir af bílnum sem Kristinn Haukur Jóhannesson var í er hann lést í slysi árið 1973. Kristinn var farþegi í bíl sem fór út af Óshlíðarvegi og rann valt niður hlíðina. Í bílnum voru leigubílstjóri og ung kona auk Kristins, sem þá var 19 ára. Bíllinn var talinn hafa farið út af Óshlíðarvegi og oltið með þeim afleiðingum að Kristinn, sem lá sofandi af áfengisdauða í aftursætinu, lét lítið, en bílstjórinn og unga konan sluppu lítið meidd.

Þann 27. maí síðastliðinn lét Lögreglustjórinn á Vestfjörðum grafa upp líkamsleifar Kristins og er nú rannsakað hvort áverkar hans hafi getað hlotist af einhverju öðru en bílveltunni.

Sjá einnig: Valdimar ósáttur við rannsókn lögreglu á Óshlíðarharmleiknum – „Þetta er mannorðsmorð á öldruðum manni

Maðurinn sem ók leigubílnum, Höskuldur Guðmundsson, er enn á lífi og býr á Ísafirði. Hann er afar ósáttur við rannsóknina og telur hana vera furðulegt uppátæki hjá lögreglustjóranum. Konan sem var í bílnum er einnig á lífi en hefur ekki gefið færi á viðtali.

Bíllinn hefði átt að leggjast meira saman

Bílasmiðurinn reyndi sem DV ræddi við telur undarlegt að hurðirnar séu ekki meira beyglaðar. Rétt er að taka fram að maðurinn vildi ekki koma fram undir nafni. Honum finnst þær fremur líta út eins og beyglurnar hafi verið framkallaðar með grjóti eftir á en að þær hafi orðið til við bílveltu. „Í gamla daga voru ekki þessir styrktarbitar inni í hurðum, það lá við að þær leggðust saman ef þú sparkaðir í þær,“ segir hann.

„Síðan er framstuðarinn skrýtinn, hann er genginn fram, eins og eitthvað hafi krækt í hann. Ég veit ekki hvort hann var klesstur fyrir feðrina en það er mjög undarlegt ef bíllinn veltur niður hlíðina að stuðarinn dragist fram,“ segir maðurinn sem telur að bíllinn hafi farið runnið niður hlíðina og farið eina veltu.

„Einnig tel ég það mjög sérstakt að ekki komi brestur í framrúðu eftir að hann hefur oltið þarna fram af.“ Maðurinn segir jafnframt að kunningi hans hafi átt bíl sömu tegundar og lenti í því í óhappi á brú að stuðari bílsins kræktist saman við stuðara á Cortinu sem kom úr gangstæðri átt, með þeim afleiðingum að bíllinn lenti í á. Segir hann bílinn hafa lagst saman og rúður mölbrotnað.

Maðurinn segir að bíll sem ekið er fram af vegi og niður hlíð skemmist miklu meira en bíl sem væri ýtt fram út af veginum. Fallþungi hraðans vegi svo mikið. Ef bílnum hefði verið ýtt fram af sé ólíklegt að mikill skriður hefði komist á hann á leiðinni niður, undirlagið sé þannig að það geri það ekki kleift.

„Af þessum myndum af dæma virkar þetta ekki eins og slys. En ég þyrfti að sjá fleiri myndir til að slá því föstu,“ segir maðurinn.

Þess skal getið að DV hefur verið neitað um aðgang að lögregluskýrslum í málinu, sem og úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða sem gerði lögreglu kleift að hefja rannsókn málsins og grafa upp líkamsleifar Kristins. Einu gögnin eru þessar tvær ljósmyndir sem sýna bílinn eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“