Í pistlinum talar Sigmar um laun starfsmanna en hann bendir til að mynda á að hlutastarfsmenn í fyrirtækjum fái oft hærri laun fyrir færri tíma þar sem þeir vinna á kvöldin og um helgar.
Sigmar segir svo orðrétt í pistlinum að það sé „óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar“.
Í gærkvöldi birti Sigmar myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir frétt DV um pistilinn. Hann segir að um „glatað take“ sé að ræða, „gjörsamlega glatað“ hjá undirrituðum blaðamanni. Þá útskýrir Sigmar í athugasemd undir fréttinni að hugmyndin í pistlinum hafi í raun verið að „hækka laun í dagvinnu og leggja af það óréttlæti sem liggur í 33% álagi eftir kl. 17.00 á daginn og 45% álagi á laugardögum og sunnudögum.“
Sigmar segir þó ekki neins staðar í umræddum pistli að hann vilji „hækka laun í dagvinnu“, orðið „hækka“ kemur ekki einu sinni fyrir í pistlinum. Hann talar hins vegar um það í pistlinum að hugmyndin hans gæti „spornað gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu“ – það verður vægast sagt áhugavert að sjá hvernig hann ætlar að sporna gegn verðhækkunum með því að hækka dagvinnutaxtann.
Pistill Sigmars hefur vakið upp mikla umræðu í samfélaginu og hafa netverjar furðað sig mikið á þessari hugmynd hans. Arnar Kjartansson, viðskiptafræðingur og MORFÍs-þjálfari, birti til að mynda pistil á Vísi sem svarar pistli Sigmars.
Arnar útskýrir í pistlinum hvers vegna fólk á einfaldlega skilið hærri laun fyrir að vinna um kvöld og helgar:
„Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum.
Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu.“
Fleiri hafa gripið í svipaða strengi og Arnar á samfélagsmiðlinum Twitter, líkt og gengur og gerist á Twitter þá er spilað aðeins harkalegar á strengina þar:
Fáránleg skoðun kannski þessvegna sem hann var með jafnaðarkaup á hamborgarafabrikkunni þegar hann rak hana?? Hver er í alvöru með jafnaðarkaup á svoleiðis stöðum? Ömurlegt að þurfa vinna miklu oft erfiðari vaktir sem eru oftast meira busy kvöld og helgar. pic.twitter.com/i6XQMUGr0y
— Agnes Sara (@agnessara) June 1, 2022
Ég er ennþá að hlæja yfir Simma.
Hann sagði þetta ekkert óvart í beinni. Neinei. Hann settist niður, skrifaði þetta. Sendi síðan og fékk birtingu samþykkta. Honum datt ekki í hug í eina sekúndu að þetta væri kannski ekki svo góð hugmynd?
— Solèy (@Barattubeljan) June 1, 2022
simmi vill: hmm folk er alveg hætt að tala um hversu heimskur eg er… hvaað get eg gert………..
— Bríet 2: Awakening (@refastelpa) June 2, 2022
Það er svo erfitt að eiga pening og rekstur ó vei mér
— oli🇺🇦jens (@oli_jens_) June 1, 2022
Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að greiða laun samkvæmt kjarasamningum eða átt ekki fyrir þeim, ekki vera þá í rekstri dumb ass.
— Jón Héðinn Kristinsson (@JonHedinn) June 1, 2022
Ef eitthvað sé þá finnst mér ég ekki fá nóg borgað fyrir kvöld og helgarvinnuna mína.
— Tungl- og kisumálaráðherra 🌙🐱 (@manarkisan) June 1, 2022
Þá hafa nokkrir netverjar ákveðið að sniðganga þá veitingastaði sem eru í eigu Sigmars:
Hvaða staði á Simmi ? Bara svo ég fari ekki óvart á einn þeirra einhverntíma.
— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) June 1, 2022
Hvaða veitingastaði á Simmi núna? Svo ég geti sleppt þeim
— oli🇺🇦jens (@oli_jens_) June 1, 2022
Veit einhver hvaða fyrirtæki simmi vill rekur þessa stundina svo ég geti sniðgengið þau öll?
— 🇺🇦 Vygnyr Ártnason 🇺🇦 (@vidforli) June 1, 2022