fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás fyrir utan Spot

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í gær í héraðsdómi Reykjaness í líkamsárasarmáli sem átti sér stað þann 10. mars 2019. Hrottaleg líkamsárás átti sér stað á veitingastaðnum Spot í Kópavogi. Ákærði og brotaþoli stóðu fyrir utan veitingastaðinn og gekk ákærði að brotaþola og skallaði hann fyrirvaralaust tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði og hlaut sár á nefið. Brotaþoli reyndi að skalla hann til baka en það var árangurslaust.

Dyraverðir á veitingastaðnum vísuðu lögreglumönnum á árásarmanninn sem var með ákomu á enni og blóð var á peysu hans. Hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Í seðlaveski ákærða fannst smelluláspoki með amfetamíni.

Ákærði hélt því fram að brotaþoli hafi skallað hann fyrirvaralaust og að hann hafi bara verið að verja sig. Þar að auki hélt hann því fram að hann mundi ekki eftir atvikinu.

„Ákærði, kvaðst ekki muna eftir atvikinu en ef til vill hafi maður ráðist á ákærða og hann verið að verja sig. Ákærði kvaðst ekki hafa ráðist á neinn heldur hafi verið ráðist á hann. Ákærði sagði að hann væri á ljósmyndum sem eru á meðal rannsóknargagna og hann hafi verið með þá áverka sem þar sjást á andliti hans. Ákærði kvaðst vera með versnandi flogaveiki sem m.a. valdi minnisleysi.“

Vitni sem voru með brotaþola á staðnum auk lögregluþjóna sem komu á vettvang stuttu eftir að atvikið átti sér stað staðfestu hins vegar frásögn brotaþola.

Brotaþoli krafðist skaðabóta að tæpum fjórum milljónum króna en dómur úrskurðaði að ákærði skuli greiða brotaþola 421.274 krónur í skaðabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. mars 2019 til 25. mars 2022 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola einnig 400.000 krónur í málskostnað.

Dóminn má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi