fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Sérfræðingur segir að ef þetta gerist séu Úkraínumenn í miklum vanda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 05:27

Úkraínskur hermaður í Odesa en borpallarnir eru sunnan við borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn sækir fram í austurhluta Úkraínu. Daglega berast fregnir af sigrum hans og ýmislegt bendir til að rússneska stríðsvélin sé komin í gang fyrir alvöru.

En þrátt fyrir þetta þá er ekki hægt að fullyrða að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og her hans séu að fara að sigra en það er ekki hægt að útiloka það. En Úkraínumenn gætu staðið frammi fyrir miklum vanda innan ekki svo langs tíma.

Þetta sagði Flemming Splidsboel, Rússlandssérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við B.T.

Hann benti á að Rússar séu með meðvind nú í austurhluta Úkraínu og séu við það að ná Luhansk alveg á sitt vald.  Það verði mikill sigur fyrir þá ef það tekst.

Severodonetsk er mjög mikilvæg borg fyrir Rússa að ná á sitt vald vegna legu hennar. Hún er nærri mikilvægum samgönguleiðum og úkraínski herinn er með mikilvægar stjórnstöðvar ekki langt frá henni. En Splidsboel benti á að þrátt fyrir þetta verði að hafa í huga að borginn sé ekki meðal þeirra stærstu í Úkraínu. Staðsetning hennar sé mikilvæg en ekki sé hægt að bera hana saman við stórar borgir á borð við KyivKharkiv eða Odessa. Þar hafi rússneski herinn ekki náð miklum árangri í sókn sinni. Hann sagði að það geti bent til að Rússar hafi breytt markmiðum sínum og að margar ástæður geti legið að baki því. Meðal annars að þá skorti hermenn og hergögn, til dæmis skriðdreka en þeir eru byrjaðir að draga gamla skriðdreka fram úr geymslum eins og DV skýrði frá í gær.

Eru Rússar að verða uppiskroppa með skriðdreka? Senda 50 ára gamla skriðdreka á vígvöllinn

Hann sagðist sjá sífellt fleiri merki um að stríðið taki mikið á bæði löndin. Rússar hafi tilkynnt að þeir séu reiðubúnir til að selja korn til Evrópu aftur ef Vesturlönd aflétta ákveðnum refsiaðgerðum. Úkraínuforseti segist reiðubúinn til viðræðna við Pútín. Þetta séu merki um að stríðið gangi nærri báðum löndum.

Hann sér einnig aðrar vísbendingar sem geta boðað slæma tíma fyrir Úkraínumenn. „Það er ákveðin þreyta á stríðinu í Evrópu. Það getur hugsanlega reynst hættulegt fyrir Úkraínu ef stuðningurinn fer að fjara út. Í sumum löndum virðist sem ákveðinni mettun sé að verða náð. Fyrir nokkrum mánuðum töluðu allir um stríðið en nú er allt farið að snúast um hversu dýrt allt er orðið. Það er aðallega vegna stríðsins,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður