The Independent segir að annar þeirra sem féll nýlega sé Alexander Dosyagayev. Hann var 34 ára og stýrði 104. fallhlífarherdeildinni. Sú herdeild tók þátt í árásinni á Butja fyrr á árinu en þar var fjöldi óbreyttra borgara pyntaður og myrtur af rússneskum hermönnum.
The Independent segir að Dosyagayev hafi verið talinn besti fallhlífarsveitarforingi Rússa.