fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Rússar hafa lokað fyrir gasstreymi til Hollands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 10:00

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði í morgun fyrir gasstreymi til Hollands. Ástæðan er að hollenska orkufyrirtækið GasTerra neitar að greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum.

Í tilkynningu frá Gazprom segir að lokað hafi verið að fullu fyrir gasstreymið til Hollands vegna þess að greiðsla hafi ekki verið innt af hendi í rúblum.

Hollendingar hafa fengið um 15% af gasi sínu frá Rússlandi en GasTerra segir að málið hafi engin áhrif á orkuöryggi því búið sé að tryggja gas frá öðrum ríkjum í stað þess rússneska.

Gazprom hefur að undanförnu krafist þess að fá greitt í rúblum í stað evra eins og samningar fyrirtækisins um gassölu til Evrópu kveða á um.

Ekki er útilokað að Gazprom loki fyrir gasstreymi til Danmerkur á morgun en danska orkufyrirtækið Ørsted neitar að greiða fyrir gasið með rúblum. Gazprom hefur gefið fyrirtækinu frest út daginn í dag til að skipta um skoðun. Dönsk yfirvöld reikna ekki með að það muni hafa alvarleg áhrif þótt Rússar loki fyrir gasstreymið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp