Þetta getur verið merki um að þeir séu að verða uppiskroppa með nútíma hergögn að mati breskra leyniþjónustustofnananna. Dagbladet skýrir frá þessu.
Umræddir skriðdrekar eru af gerðinni T-62 en þeir voru framleiddir á árunum 1961 til 1975 og teknir úr notkun á níunda áratugnum. En þeir virðast ekki hafa verið settir í brotajárn heldur geymdir og nú hafa þeir verið dregnir fram úr geymslunni og sendir á vígvöllinn. En þeir eru úreltir og nútímavopn vinna auðveldlega á þeim.
Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að Rússar hafi neyðst til að nota skriðdreka af þessari tegund vegna þess hversu miklu tjóni þeir hafa orðið fyrir á hergögnum í stríðinu.
Nútímavæðing og tvöföldun á útgjöldum til varnarmála í Rússlandi virðist ekki hafa haft mikil áhrif á herinn enda hafa sérfræðingar bent á að stór hluti fjármagnsins lendi í vösum spilltra embættismanna og herforingja.