fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

„Það á ekki að vera þægilegt að fjalla um fullorðna menn að sofa með 15, 16 eða 17 ára stelpum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. maí 2022 16:49

Sindri eftir dómsuppkvaðningu. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Sigríðarson, sem í dag var sýknaður í meiðyrðamáli sem Ingó Veðurguð höfðaði á hendur honum, segir að það sé léttir að málinu sé lokið með sýknu. Sindri ræddi við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur en Ingó var ekki viðstaddur. Lögmaður Ingós, Auður Björg Jónsdóttir, sagði við DV að hún myndi mæla með því við Ingó að málinu yrði áfrýjað til Landsréttar.

„Mér finnst þetta vera prinsippmál sem ég vildi fylgja alla leið. En ég leyni því ekki að ég er feginn að vera laus við það, þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Sindri.

Sindri sagðist vona til að dómurinn stuðlaði að því að þolendur kynferðisbrota stígi í auknum mæli fram. „Ég álít að hér hafi ég verið að tala fyrir hóp sem gat ekki tjáð sig.“ Sindri sagði jafnframt að dómurinn stuðlaði að auknu tjáningarfrelsi. „Það er verið að taka lítil, hægfara en jákvæð skref í rétta átt,“ sagði hann.

Sindri sagði að samkvæmt dómnum mætti nú ræða þessi mál fullum fetum. „Það er það sem maður vill sjá og það er fyrsta leiðin í átt að einhvers konar réttarumbótum, að draga málin undan rósunum og úr skuggunum. Vonandi sjáum við auknar réttarumbætur til handa einstaklingum sem finna sig í því geypilega valdaójafnvægi sem þessi mál eru.“

Sindri sagðist fylgja ákveðinni túlkun á lagaákvæðum um meiðyrði og hann hafi tjáð sig að vel ígrunduðu máli er hann lét frá sér þau ummæli sem Ingó stefndi honum fyrir. „Í dag sjáum við að dómarinn er sammála mér um þá túlkun.“

DV spurði Sindra hvort hann teldi að dómurinn yrði til þess að meiðyrðamálum er vörðuðu þennan málaflokk, þ.e. kynferðisbrot og kynferðislega áreitni, myndi fækka. Sindri sagði: „Það sem ég vona er að það fækki tilefnislausum málum því að þetta er að mínu mati slíkt mál. Ég hef ákveðna túlkun á því hvernig meiðyrðalöggjöfin er og hvernig hún virkar, ég dansaði vissulega á ákveðinni línu en ég sakaði Ingó hvergi um refsiverða hegðun, siðferðislega ámælisverða hegðun vissulega, en ekki refsiverða. Núna þegar dómarinn hefur dregið þessa línu verður það vonandi til þess að sambærileg mál komi ekki fyrir dóm.“

Sindri sagði ennfremur að dómafordæmi styddu túlkun hans á meiðyrðalöggjöfinni:

„Þessi túlkun mín er ekki úr tekin úr lausu lofti, það eru til dómar í hæstarétti þar sem sérstaklega er tekið fram að í meiðyrðamáli séu ummæli um einhvern sem hægt sé að túlka að séu ekki ásökun um refsiverða hegðun, þar sem hægt er að túlka slíkt af eða á, að slík ummæli geti ekki talist meiðyrði. Með það í huga þá dansa ég á þessari línu.“

Sindri sagði að ummæli sín hafi vissulega verið óhefluð og óhefðbundin, en þannig að eftir þeim var tekið. „Til þess er leikurinn gerður.“ Sagði hann að ummælin hefðu verið viljandi stuðandi. „Þetta er stuðandi, þetta er óþægilegt, það á ekki að vera þægilegt að fjalla um fullorðna menn að sofa hjá 15,16 og 17 ára stelpum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu