fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Ólga í Jerúsalem – „Megi þorpin ykkar brenna“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 30. maí 2022 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 70.000 ísraelskir öfgamenn marséruðu í og um Gömlu borg Jerúsalem í gærkvöldi til að fagna Jersúsalemdagsins, margir þeirra sungu rasísk lög og slógust við Palestínumenn og lögregluna. Times of Israel greinir frá þessu.

Jerúsalemdagurinn er ísraelskur hátíðardagur til að fagna innrás og landnámi ísraelsmanna á Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Hátíðinni er hins vegar aðallega fagnað af öfga hægrimönnum og strangtrúuðum Gyðingum.

Margir mótmælendurnir sungu hefðbundin lög til að hylla helgu borgina. En ekki voru allir á sama máli og í skrúðgöngunni æptu hundruð mótmælanda „Megi þorpin ykkar brenna“ og „Arabar deyi.“

„Shuafat brennur!“ öskruðu aðrir ísraelskir mótmælendur og áttu þar við Múhammeð Abú Khdeir, austur jerúsalemskur, palestínskur unglingur sem brenndur var lifandi af gyðingahryðjuverkamönnum árið 2014.

Átök milli hægrivængs ísraelsbúa og Palestínumanna áttu sér stað allan daginn. Að minnsta kosti 60 voru handtekin fyrir ofbeldi, samkvæmt ísraelsku lögreglunni. Þá særðust 5 ísraelskir lögregluþjónar, 3 ísraelsbúar og 40 Palestínumenn í átökunum, samkvæmt lögreglunni.

„Þetta er okkar land!“

Forsætisráðherra Ísraels óskaði þjóðinni gleðilegs Jerúsalemdags og sagði: „Að flagga ísraelska fánanum í höfuðborg Ísraels er sjálfsagt. Ég bið alla um að fagna á ábyrgan og virðingarfullan hátt.“

Ísraelskir mótmælendur urðuðu yfir palestínska fréttamenn á svæðinu. Þeir kölluðu þá „hórur“ og „hunda.“ „Þetta er okkar land!“ kölluðu einnig margir til þeirra.

Hamas, samtök íslamískra harðlínumanna sem er einnig stærsti flokkurinn á palestínska þinginu, varar við ofbeldisfullum viðbrögðum og segjast ætla að svara fyrir þetta „á rétta tímapunktinum.“

Í fyrra eftir þessa árlegu skrúðgöngu skaut Hamas eldflaugum á Jerúsalem sem olli 11 daga átökum við Ísrael þar sem fjöldi lét lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn V. ósáttur við að fá ekki boð á Bessastaði þar sem fundað var um karlmennsku – „Ég ætti kannski bara að vera meira kósí“

Þorsteinn V. ósáttur við að fá ekki boð á Bessastaði þar sem fundað var um karlmennsku – „Ég ætti kannski bara að vera meira kósí“
Fréttir
Í gær

Einn látinn eftir umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur

Einn látinn eftir umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við