Rússar hafa haldið því fram að skipið hafi sokkið eftir að eldur kom upp í því og sprenging varð í skotfærageymslunni. Þeir hafa einnig haldið því fram að allri áhöfninni, 510 manns, hafi verið bjargað.
En þessar fullyrðingar virðast ekki standast, að minnsta kosti ekki að öllu leyti, að sögn Aftonbladet.
Blaðið segir að björgunaraðgerðir Rússa við flak skipsins hafi nú staðið yfir í tvær vikur hið minnsta og hefur þetta eftir Vadim Skibitsky fulltrúa úkraínsku leyniþjónustunnar.
Hefur blaðið eftir Skibitsky að Rússar hafi sent sjö skip að flakinu til að sækja lík áhafnarmeðlima og leynilegan tækjabúnað sem þeir vilja ekki að önnur ríki komist yfir.