fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Líkamsleifar á Vestfjörðum grafnar upp áratugum eftir greftrun vegna ábendingar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 30. maí 2022 12:55

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum gróf á föstudaginn upp líkamsleifar úr kirkjugarði á Vestfjörðum. Um er að ræða jarðneskar leifar einstaklings sem lést af slysförum fyrir nokkrum áratugum síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu en þar segir að lögreglustjórinn hafi áður, með vitund og samþykki nánustu aðstandenda hins látna, fengið dómsúrskurð til þessara aðgerða.

„Hópur lögreglumanna af Vestfjörðum, ásamt tveimur tæknideildarmönnum lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, auk réttarlæknis og aðstoðarmanns hans, unnu við uppgröftinn,“ segir í tilkynningu. Þar segir að aðdragandi aðgerðarinnar hafi verið sá að lögreglunni hafi borist ábending um að umrætt slysaatvik hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma.

„Þrátt fyrir að langur tími sé liðinn eru taldar líkur á því að hægt sé að upplýsa nánar um tildrög atviksins sem um ræðir.

Líkamsleifarnar eru nú til rannsóknar hjá réttarlækni og beðið er niðurstöðu þeirrar vinnu. Óvíst er hversu langan tíma þessi réttarlæknisfræðilega rannsókn tekur og ótímabært að veita frekari upplýsingar um mál þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Í gær

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“