Dómur var í dag kveðinn upp í meiðyrðamáli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar gegn Sindra Þór Sigríðarsyni.
Sindri var sýknaður en málskostnaður fellur niður.
Ingó stefndi Sindra fyrir fimm ummæli þar sem orðalagið „að ríða börnum“ kom fyrir. Kjarni málsvarnar Sindra fólst í því að hann hefði ekki sakað Ingó um refsiverða háttsemi heldur hefði hann notað óheflað orðalag um það athæfi fullorðinna manna að hafa mök við stúlkur á aldrinum 15-17 ára.
Ingó var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu en lögmaður hans, Auður Björg Jónsdóttir, sagði í samtali við DV að hún myndi mæla með því við hann að áfrýja málinu til Landsréttar.
Sindri Þór Sigríðarson var viðstaddur dómsuppkvaðningu og ræddi málið við fjölmiðla.