Ákærði á að hafa skotið í átt að þolandanum með kúlublysi með þeim afleiðingum að kúlurnar enduðu í bakinu á honum. Eftir það er ákærði sagður hafa elt brotaþola upp á Arnarnesveg og hrint honum. Við það féll brotaþoli fram fyrir sig en þá á ákærði að hafa haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans.
Fram kemur í ákærunni að brotaþoli hafi vegna þessa fengið opið sár á höfði og yfirborðsáverka víðs vegar um líkamann. Brotaþoli krefst þess að fá 2 milljónir króna í miskabætur frá ákærða.
Samkvæmt RÚV er búið að þingfesta ákæruna en það var gert í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði. Ekki er vitað hvort ákærði hafi játað sök sína í málinu sökum þess að þinghald er lokað í því.