fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínskt andspyrnufólk veldur Rússum vanda bæði í Úkraínu og Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. maí 2022 22:00

Bensínsprengjur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu dögum fór brynvarin rússnesk járnbrautarlest út af sporinu á leið til Melitopol í suðausturhluta Úkraínu en þar ráða rússneskar hersveitir nú lögum og lofum eftir harða bardaga. Lestin flutti hermenn og skotfæri. Hún valt og hluti af skotfærunum sprakk. Ekki hefur verið skýrt frá hvort mannfall varð meðal rússnesku hermannanna.

Úkraínsk yfirvöld segja að skemmdir hafi verið unnar á lestarteinunum „með aðstoð“ úkraínsks andspyrnufólks. Ria Melitopol og Zaphrizhia Novosti Telegram sögðu að andspyrnufólk hefði annað hvort sprengt sprengju á teinunum eða komið henni fyrir undir einum vagnanna.

Stríðið hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og nú er úkraínskt andspyrnufólk farið að bíta frá sér af alvöru. Fyrir tíu dögum skaut andspyrnufólk tvo yfirmenn í rússneska hernum til bana á Heroiv Ukrainy götunni í miðborg Melitopol að sögn fréttamiðilsins Unian. Líkin lágu á gangstéttinni í klukkustund áður en lögreglan og samstarfsmenn Rússa fjarlægðu þau.

Staðarmiðlar skýrðu einnig frá því á miðvikudaginn að handsprengja hefði sprungið nærri höfuðstöðvum rússneska hersins í Melitopol.

Andspyrnufólk átti einnig hlut að máli við að hrekja rússneskar hersveitir frá Kharkiv, næst stærstu borg Úkraínu, og notaði ýmsar aðferðir til þess.

Það hefur reynst áhrifaríkt hjá andspyrnufólkinu að setja olíu á lestarteina en þannig er hægt að stöðva þungar lestir sem þurfa að fara upp brekkur. Ef það dugir ekki til er hægt að setja þær út af sporinu með því að nota einfaldan hlut sem nefnist „Shavgulidze-fleygur en nafnið er sótt til frægs sovésks skemmdarverkamanns í síðari heimsstyrjöldinni en hann hét Tengiz Shavgulidze.

Rússnesku hermennirnir verða einnig að passa hvað þeir borða þegar matarskammtar þeirra eru búnir. Í símtali, sem var hlerað um miðjan mars og gert opinbert, sagði rússneskur hermaður unnustu sinni að gömul úkraínsk kona hefði gefið hermönnum eitraða köku og hefðu átta hermenn látist eftir að hafa borðað hana.

Andspyrnufólkið gegnir stundum mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að leiðbeina úkraínskum hersveitum um hvert þær eiga að beina stórskotaliðshríð sinni. Annað verkefni þeirra er að stytta líf samlanda sinna sem starfa með Rússum. Fyrr í mánuðinum skýrði úkraínska leyniþjónustan frá því að hún hefði upprætt 140 rússneska skemmdarverkarhópa og komið upp um 4.000 Úkraínumenn sem starfa með Rússum.

En starfsemi andspyrnufólksins teygir sig einnig inn í Rússland en þar hafa orðið dularfullir eldsvoðar og sprengingar síðustu viku.  22 létust í eldsvoða í rannsóknarstöð hersins í Tver norðan við Moskvu. Eldur kom upp í efnaverksmiðju í Kinesjma, norðaustan við Moskvu, og eldur kom upp í skotfæraverksmiðju í Perm. Einnig hafa sprengingar orðið í tveimur olíubirgðastöðvum nærri landamærum Hvíta-Rússlands.

Úkraína hefur ekki lýst yfir stríði gegn Rússlandi og getur því ekki eignað sér „heiðurinn“ af þessum árásum en á Telegram sagði Mykhajlo Podoljka, einn af ráðgjöfum Volodymyr Zelenskyy, forseta, að eldsvoðarnir væru „karma“ og „guðdómlegt inngrip“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“