Dagbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að hermennirnir séu allir í Very High Readiness JointTask Force (VJTF) sem eru hraðsveitir viðbragðssveita NATÓ og eiga að geta brugðist mjög hratt við.
NATÓ gerir þá kröfu að á 48 til 72 klukkustundum geti sveitin verið reiðubúin til starfa með að minnsta kosti 5.000 hermenn.
Æfingin í Þýskalandi er sú stærsta sem VJTF hefur staðið fyrir árum saman en 11.000 hermenn tóku þátt í henni. Ekki er að sjá að tímasetningin hafi verið tilviljun og er ekki annað að sjá en verið sé að herða á undirbúningi undir hugsanleg stríðsátök.
Ef NATÓ dregst inn í stríð eftir árás Rússa á NATÓ-ríki þá er það einmitt VJTF sem mun bregðast við. „Þetta alvöruþrungin staða,“ sagði Pål Berglund, yfirmaður Brigade Nord, sem er stærsta einingin innan norska hersins, í samtali við Dagbladet.
Kjetil Pettersen, næstráðandi hans í Brigade Nord, tók undir orð hans og sagði: „VJTF er undirbúin undir það versta ef það versta hugsanlega gerist. Ef Rússland ræðst á NATÓ-ríki gildir reglan að um árás á öll aðildarríkin sé að ræða. Við vonum svo sannarlega að þetta gerist ekki en ef það gerist þá eru við tilbúin.“
Það voru hermenn frá Þýskalandi, Noregi, Hollandi, Belgíu, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Slóveníu og Tékklandi sem tóku þátt í æfingunni í Þýskalandi.