fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Hryllingurinn í Uvalde – 19 börn á aldrinum 5-11 ára skotin til bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 04:36

19 nemendur og 2 kennarar voru skotnir til bana í Robb Elementary skólanum í maí. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárásin í Robb Elementary skólanum í bænum Uvalde í Texas í gær er ein mannskæðasta skotárásin í bandarískum skóla.  Það var í gærmorgun að staðartíma sem Salvador Ramos, 18 ára, kom akandi að skólanum, gekk inn og byrjaði að skjóta nemendur. Þegar þetta er skrifað hefur verið staðfest að 19 börn séu látin og tveir fullorðnir.

CNN hefur eftir talsmanni almannavarna í Texas að áður en Ramos byrjaði að skjóta nemendur í skólanum hafi hann komið við sögu í tveimur málum. Fyrst skaut hann ömmu sína og særði illa. Hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús.  Að því ódæði loknu ók hann til skólans en keyrði á nærri skólanum. Þá yfirgaf hann bifreiðina og gekk að skólanum þar sem löggæslumaður hafði afskipti af honum. En honum tókst að komast inn og fór inn í nokkrar skólastofur og byrjaði að skjóta. Ramos er sagður hafa verið með „riffil og bakpoka“ og í skotheldu vesti.

Lögreglumenn skutu Ramos til bana.

Nú hefur verið staðfest að 19 nemendur hafi látið lífið. Nemendur í skólanum eru á aldrinum 5 til 11 ára. Einn kennari, að minnsta kosti, lést í árásinni. Hún hét Eva Mireles.

Eva Mirelse féll í árásinni.

Greg Abbott, Repúblikani og ríkisstjóri í Texas, var sá fyrsti sem tjáði sig um árásina. Hann sagði þá að talið væri að árásarmaðurinn hefði verið með skammbyssu þegar hann komst inn í skólann og hugsanlega riffil en það hafi ekki verið staðfest.

Hvar er hugrekkið?

Joe Biden, forseti, ávarpaði þjóðina í gærkvöldi þegar hann var nýkominn úr ferð til Asíu. Ræða hans var mjög tilfinningaþrungin. Hann sagðist biðja fyrir þeim foreldrum sem hefðu misst börn sín í árásinni: „Við biðjum fyrir ykkur. Þið hafið þörf fyrir það,“ sagði hann og réðst síðan á hina frjálslyndu vopnalöggjöf Bandaríkjanna: „Í guðs nafni, hvar er hugrekkið sem við þurfum til að rísa upp gegn lobbíistunum.“ Þar vísaði hann til lobbíista sem hafa árum saman barist gegn öllum tilraunum til að herða lög og reglur um aðgengi fólks að skotvopnum.

Joe Biden var greinilega brugðið vegna málsins þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Flaggað verður í hálfa stöng á Hvíta húsinu og öðrum opinberum byggingum fram til sólarlags á laugardaginn í virðingarskyni við fórnarlömbin.

Biden lagði áherslu á að nú væri kominn tími til að gera eitthvað í málunum: „Af hverju erum við viljug til að lifa með þessu blóðbaði? Af hverju höldum við áfram að leyfa svonalöguðu að gerast?“

Ein mannskæðasta skotárásin í bandarískum skóla

Ódæðið í gær er ein mannskæðasta skotárásin sem gerð hefur verið í bandarískum skóla og sú mannskæðasta í 15 ár.

Þann 16. apríl 2017 skaut Cho Seung-hui, 23 ára, 32 til bana í Virginia Tech háskólanum. Síðan skaut hann sjálfan sig. Þetta er mannskæðasta skotárásin sem gerð hefur verið í bandarískum skóla

Þann 14. desember 2012 skaut Adam Lanza, 20 ára, 26 til bana í Sandy Hook grunnskólanum í Newton í Connecticut. 20 börn á aldrinum sex og sjö ára voru meðal fórnarlambanna. Lanza skaut sjálfan sig þegar fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang.

Sandy Hook grunnskólinn. Mynd:Voice of America

 

 

 

 

 

 

 

Þann 14. febrúar 2018 skaut Nikolas Cruz, 19 ára, 17 nemendur og kennara til bana í Marjory Stoneman Douglas High School í Parkland í Flórída.

Þann 20. apríl 1999 skutu Eric Harris og Dylan Klebold, báðir á unglingsaldri, 12 nemendur til bana í Columbine High School. Þeir særðu rúmlega 20 manns. Þeir skutu sig síðan.

Vilja breytingar á vopnalöggjöfinni

Demókratar hafa verið talsmenn þess að vopnalöggjöfin verði hert og hafa komið því í gegn að til að fólk megi kaupa skotvopn verði það að fara í svokallaða „bakgrunnsskoðun“ þar sem ferill þess er kannaður. Repúblikanar hafa hins vegar verið mótfallnir því að vopnalöggjöfin verði hert. Hefur verið bent á að vopnaframleiðendur og önnur hagsmunasamtök hafi sterk ítök í Repúblikanaflokknum og styrki frambjóðendur flokksins oft rausnarlega.

Á síðasta ári gaf Biden út forsetatilskipun um að grípa skuli til aðgerða gegn svokölluðum „draugavopnum“ sem kaupendur geta sett saman sjálfir en þau eru ekki skráð. „Skotárásir eru faraldur hér í landinu. Þetta er smánarblettur á alþjóðavettvangi,“ sagði Biden þá. Hann hélt þessari línu í ávarpi sínu í gær.

Thom Tillis, þingmaður úr röðum Repúblikana í öldungadeildinni, varaði Demókrata við í gær og sagði að þeir ættu ekki „sjálfkrafa“ að varpa sökinni á stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn: „Það sem gerðist er hræðilegt. En við neyðumst til að forðast þessi sjálfkrafa viðbrögð þar sem sagt er að við hefðum getað forðast þetta ef fólk hefði ekki aðgang að vopnum.“ Hann sagði að þess í stað verði yfirvöld og samfélagið í heild að verða betri í að uppgötva þegar fólk er komið á það stig að það geti gripið til þess að fremja ódæðisverk á borð við það sem átti sér stað í Uvalde í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“