fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 16:30

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn íhugar nú að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeir eiga ekki að berjast í stríðinu heldur sjá um að vernda starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Kyiv. En ekki eru allir á því að þetta sé skynsamlegt og segja að þetta getir reynst hættulegt.

Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kyiv nýlega aftur en því var lokað í upphafi stríðsins. Margir bandarískir embættismenn óttast að ef sérsveitarmenn verði sendir til Úkraínu muni það stigmagna stríðið en á hinn bóginn vilja þeir einnig tryggja öryggi sendiráðsstarfsmanna. Ef ráðist væri á sendiráðið yrði það hörmulegt fyrir Bandaríkin að þeirra mati.

CNN og Wall Street Journal segja að þessar hugmyndir og umræður séu aðeins á byrjunarstigi og hafi ekki verið kynntar fyrir Joe Biden, forseta, né Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sem hafa lokaorðið um hvaða öryggisráðstafanir á að gera við sendiráðið í Kyiv.

Embættismenn sögðu í samtali við CNN og Wall Street Journal að ekki sé óttast að Rússar geri beina árás á sendiráðið ef hermenn verða þar. Hins vegar gæti atburðarásin orðið mjög dramatísk ef til dæmis flugskeyti lendir á sendiráðsbyggingunni. Í versta falli geti orðið erfitt að koma starfsfólkinu frá Kyiv og í öryggi í Póllandi.

Eins og er eru það starfsmenn utanríkisþjónustunnar sem sjá um öryggisgæsluna að sögn CNN. Yfirleitt eru einnig nokkrir hermenn í sendiráðum Bandaríkjanna en nú er sem sagt verið að íhuga hvort senda eigi sérsveitarmenn til að sinna gæslu í og við sendiráðið.

Joe Biden hefur sagt að ekki komi til greina að senda hermenn til Úkraínu því það geti orðið til þess að átökin stigmagnist, sérstaklega ef bandarískir hermenn lenda í beinum átökum við rússneska. Í versta tilfelli geti það orðið til þess að NATÓ dragist inn í stríðið og hugsanlega verði kjarnorkuvopnum beitt.

Nú stendur Biden frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Hvernig er hægt að vernda starfsfólk sendiráðsins, sem er á átakasvæði, ef ekki er hægt að nota hermenn til þess?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur