Mirror segir að Dearlove hafi sagt að líklega verði Pútín komið fyrir á heilsuhæli fyrir fólk með króníska sjúkdóma innan árs.
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um heilsufar Pútíns og hafa margir talið sig geta lesið eitt og annað úr hegðun hans og líkamsbeitingu að undanförnu. Því hefur verið velt upp að hann sé hugsanlega með krabbamein eða Parkinsonssjúkdóminn.
Dearlove ræddi heilsufar Pútín í hlaðvarpinu One Decision og sagði að líklega muni Pútín þurfa að fara á heilsuhæli innan árs og muni ekki verða leiðtogi Rússlands eftir það. „Þannig er hægt að leysa málin án þess að fremja valdarán,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að hugsanlega sé afstaða rússneskra sérfræðinga til stríðsins farin að breytast og það geti verið merki um breyttan hugsunarhátt en líklega sé afstaða almennings til stríðsins ekki enn farin að breytast.