fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 04:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fregnir hafa borist af því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, þurfi aðstoð lækna og hjúkrunarfólks allan sólarhringinn. Sir Richard Dearlove, fyrrum yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Pútín verði sendur á heilsuhæli.

Mirror segir að Dearlove hafi sagt að líklega verði Pútín komið fyrir á heilsuhæli fyrir fólk með króníska sjúkdóma innan árs.

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um heilsufar Pútíns og hafa margir talið sig geta lesið eitt og annað úr hegðun hans og líkamsbeitingu að undanförnu. Því hefur verið velt upp að hann sé hugsanlega með krabbamein eða Parkinsonssjúkdóminn.

Dearlove ræddi heilsufar Pútín í hlaðvarpinu One Decision og sagði að líklega muni Pútín þurfa að fara á heilsuhæli innan árs og muni ekki verða leiðtogi Rússlands eftir það. „Þannig er hægt að leysa málin án þess að fremja valdarán,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að hugsanlega sé afstaða rússneskra sérfræðinga til stríðsins farin að breytast og það geti verið merki um breyttan hugsunarhátt en líklega sé afstaða almennings til stríðsins ekki enn farin að breytast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni