Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, er í frétt RÚV sagður liggja undir grun um að standa á bak við umfangsmikið fíkniefnamál sem hefur verið til rannsóknar á hjká lögregluyfirvöldum undanfarna mánuði. Ólafur Ágúst var handtekinn síðastliðinn föstudag eftir æsilega eftirför lögreglu og hefur DV borist myndband þar sem greina má hvernig laganna verðir freista þess að stöðva för hans.
Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins kemur fram að hald var lagt á 40 kílógrömm af kannabis í aðgerðunum og auk Ólafs Ágústs sitja fjórir aðrir í tveggja vikna gæsluvarðahaldi vegna málsins. Auk þeirra voru fimm aðrir handteknir í þágu rannsóknar málsins. Leitað var á mörgum stöðum, bæði húsum og ökutækjum, og auk fíkniefna var hald lagt á ökutæki, peninga og tölvubúnað.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 40 kíló af kannabis fyrir helgi í aðgerðum lögreglu. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi til tveggja vikna vegna málsins en alls voru tíu handteknir í þágu rannsóknarinnar.
Í áðurnefndi frétt RÚV er rifjað upp að Ólafur Ágúst var höfuðpaurinn í Stóra fíkniefnamálinu sem vakti mikla athygli um aldamótin. Alls hlaut Ólafur Ágúst níu ára fangelsisdóm sem var kveðinn upp í júní 2000. Sjö árum síðar fékk Ólafur Ágúst aftur þungan dóm, alls fimm ár til viðbótar við fjögur og hálft ár sem hann átti enn eftir óafplánuð af fyrri dómnum, fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl.
Lögreglan stöðvar för ökumanns