Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á dögunum að koma Taívan til varnar ef Kína ræðist á eyríkið. Ummælin lét hann falla á blaðamannafundi í Tókýó þar sem hann fundaði með Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans.
Hann sagði Bandaríkin munu standa við heit sín til taívönsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra Kína, Wang Wenbin, tók ekki vel í ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann líkti stöðu Taívan við Úkraínu, sem eins og flestir vita sætir linnulausum árásum af höndum Rússlands.
Wang Wenbin tjáði „mikla óánægju og algjöra mótstöðu“ við ummæli Biden. „Kína mun ekki gefa eftir í kjarnamálum eins og fullveldi og stjórnarrétti.“ segir Wang. Kína heldur því fram að Taívan sé hérað innan Kína og hafi alltaf verið og lítur á taívönsk stjórnvöld sem aðskilnaðarsinna. Rétt eins og Pútín lítur á Ukraínu sem sögulega mikilvægan hluta hins „stóra Rússlands.“