Þetta er mat Kyrylo Budanov yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar GUR. „Pútín er í blindgötu. Hann getur ekki stöðvað stríðið né sigrað. Hann getur ekki sigrað vegna raunverulegra ástæðna og ef hann vill stöðva það þá verður hann að viðurkenna að Rússland er ekki það stóra og sterka ríki sem hann vildi láta það líta út fyrir að vera,“ sagði hann í samtali við Wall Street Journal. Hann sagði að það muni hafa miklar afleiðingar, of miklar, fyrir Pútín ef hann þarf að útskýra fyrir rússnesku þjóðinni að hann hafi ekki getað sigrað í stríðinu í Úkraínu.
„Þegar þau sjá loksins að „zarinn“ er ekki eins stór og voldugur og hann þóttist vera, þá verður það eitt skref í átt að eyðileggingu þess Rússlands sem við þekkjum í dag,“ sagði hann einnig.
Hann sagði einnig að GUR sé með stór net útsendara í Rússlandi sem fylgist með Pútín og öðrum leiðtogum landsins og af þeim sökum viti Úkraínumenn um allar áætlanir Rússar. „Ég er mjög undrandi á heimsku Rússanna. Af öllum þeim möguleikum, sem Pútín hafði fyrir stríðið, valdi hann þann hrottalegasta og versta fyrir hann sjálfan. Þeir höfðu betri möguleika. Nú sjáum við afleiðingarnar,“ sagði Budanov.