fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Kjarnorkuváin vex í Evrópu – „Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 07:00

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótanir Rússa um að beita kjarnorkuvopnum hafa endurvakið ótta um að til kjarnorkustríðs geti komið. Ákveðin teikn eru sögð á lofti um að Rússar íhugi skref í þessa átt og þau ferli sem eiga að forða því að kjarnorkuvopnum verði beitt eru orðin ryðguð.

Margir vestrænir stjórnmálamenn og sérfræðingar hafa áhyggjur af hótunum Rússa um beitingu kjarnorkuvopna. Nikolaj Sokov, sérfræðingur hjá James Martin Center for Non-Proliferation Studies hugveitunni, segir að þrátt fyrir að hættan á beitingu kjarnorkuvopna vofi kannski ekki beint yfir þá sé ábyrgðarlaust að segja hana úr sögunni.

„Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna, eins og flestir aðrir,“ hefur Jótlandspósturinn eftir honum.

Hann sagði að hættan „sé meiri en fyrir stríðið“ en þó ekki á krítísku stigi. „Það er útilokað að koma með nákvæma tölu um líkurnar en ég myndi líklega meta hana um 10%,“ sagði hann en hann þekkir til stöðunnar og hugsanagangsins, tengdum kjarnorkuvopnum, bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum.

Hann starfaði hjá sovéska og síðar rússneska utanríkisráðuneytinu á níunda og tíunda áratugnum við samningaviðræðum um afvopnun. Frá miðjum tíunda áratugnum hefur hann sinnt rannsóknum á þessu sviði hjá vestrænum stofnunum og hugveitum.

Sokov sagði að engir samningar séu til sem geti dregið úr hættunni á notkun kjarnorkuvopna til skamms tíma. Mörg ár taki að semja um kjarnorkuvopnaafvopnun og því sé mjög mikilvægt í núverandi stöðu að tryggja að samskiptalínur séu opnar á milli aðila. Þá sé hugsanlegt að hægt verði að eiga í samskiptum ef eitthvað gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“