fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rússar ætla að endurlífga gamla sovéska bílategund – „Rusl frá upphafi til enda“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 09:00

Moskvich var framleiddur á tímum Sovétríkjanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stórir bílaframleiðendur hafa hætt starfsemi í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Til að bregðast við þessu og fylla það gat sem þeir skildu eftir ætla Rússar nú að endurvekja gamla bílategund frá Sovéttímanum.

Bílaframleiðendur á borð við Toyota og Volkswagen hættu starfsemi sinni í Rússlandi fljótlega eftir innrásina og Renault hefur nú fylgt í fótspor þeirra og ætlar að selja öll hlutabréf sín í rússneska bílaframleiðandanum Aytovaz til rússneska ríkisins.

Samkvæmt upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum stóðu Renault og Nissan, samstarfsaðili Renault, ásamt Avtovaz á bak við 35% af bílasölu í landinu 2016.

Það segir sig sjálft að brotthvarf erlendra bílaframleiðenda hefur áhrif í Rússlandi. Margir hafa misst vinnuna og það vantar bíla á markaðinn.

Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, tilkynnti því nýlega að nú hefjist framleiðsla á „Moskvich“ aftur. Ekki sé hægt að láta mörg þúsund manns vera án atvinnu. Af þeim sökum hafi hann ákveðið að framleiðsla undir merkjum „Moskvich“ hefjist í verksmiðjuhúsnæði sem er í eigu borgarinnar. Hann sagði ekki hvernig bíla á nú að framleiða undir merkjum „Moskvich“ en 60 mismunandi gerðir gengu undir þessu nafni á árunum 1940 til 2002.

Christian Grau, bílasérfræðingur og ritstjóri bílaumfjöllunar Euroman, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að allar þessar tegundir ættu það sameiginlegt að Rússar minnist þeirra ekki með sérstaklega heitum tilfinningum.  „Þegar þú segir Rússum að nú eigi þeir aftur að fara að keyra í svona rusli þá finnst líklega engum það góð hugmynd,“ sagði hann.

„Þetta er bílategund sem varð til vegna skorts og hefur aldrei verið vinsæl. Þetta er ekki tegund sem gott orð fór af. Þetta var í stuttu máli sagt rusl frá upphafi til enda,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi