fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi“ – Ein af kvörtununum tíu í heild sinni

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 19. maí 2022 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem hefur sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna vinnubragða matsmanns í forsjármáli segir í kvörtuninni að matsmaðurinn hafi litið framhjá og gert lítið úr áratuga langri sögu föður um ofbeldi og afbrot sem hann hafi hlotið dóma fyrir. Auk þess hafi matsmaður hlegið að móður þegar hún greindi frá alvarlegu ofbeldi.

Við vörum viðkvæma við mynd hér neðar í fréttinni þar sem sést hvernig konan var útleikin eftir ofbeldi mannsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf án ofbeldis sem sagt var frá því fyrr í dag að alls tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.“ Umræddir sálfræðingar eru þrír, þau Guðrún Oddsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson.

Sjá einnig: Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Afrit af þessum tíu kvörtunum fylgdu tilkynningunni frá Líf á ofbeldis sem eru baráttusamtöku mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.

Kvörtunin sem greint er frá hér að ofan er frá Helgu Agöthu Einarsdóttur vegna matsmannsins Guðrúnar Oddsdóttur og er sent til landlæknis 14. apríl 2022.

Í henni segir meðal annars:

Matsmaður lætur í ljós í niðurstöðukafla eins og andfélagsleg hegðun og neysla móður sé eitthvað í líkingu við sögu föður um slíka hegðun og nefnir að móðir hafi náð meiri bata en faðir. Samt hefur móðir aldrei gerst brotleg við lög með ofbeldishegðun en faðir ítrekað fengið dóma og setið inni, auk þess að hafa veitt móður slíka áverka að hún lá inni á spítala vegna þeirra.

Það að matsmaður telji foreldri sem veitt hefur móður barns síns svo alvarlega áverka eins og raun ber vitni, sé hæft til að fara með forsjá barns, er óskiljanlegt. Barnið hefði getað endað móðurlaust ef árásirnar hefðu gengið örlítið lengra, en matsmaður gerir nánast engar athugasemdir við alvarlegt ofbeldi mannsins og virðist hissa á því að samstarfið hafi ekki gengið vel og sýnir þvi engan skilning að móðir forðist að láta föður fá upplýsingar um þau. 

Þá segir að matsmaður hafi ekki gert neina könnun á því hvort faðir hafi raunverulega verið án fíkniefna einhvern tíma og heldur taki hann á orðinu. Það sé þó ekkert sem bendi til þess að hann sé í bata enda kemur fram í matsgerðinni að hann hafi bara einu sinni farið inn á Vog og var rekinn þaðan út vegna ógnandi hegðunar. Matsmaður setji ekkert spurningamerki við það.

Helga Agatha sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin Konur hjá Eddu Falak. Sjá þáttinn hér. 

Hér má lesa kvörtunina í heild sinni:

Matsmaður lítur framhjá og gerir lítið úr áratuga langri sögu föður um ofbeldi og afbrot sem hann hefur hlotið dóma fyrir. Matsmaður tekur viðtal við sálfræðing föður en ekki sálfræðing móður og sýnir þar með hlutdrægni. Matsmaður kannar ekki hvers vegna eldra barn föður hefur hafnað samskiptum við hann. Matsmaður leyfir söguskýringum föður um ofbeldið sem hann hefur beitt, að standa ógagnrýndum.

Matsmaður leggur fyrir MINI geðgreiningarskimun og SCID-II persónuleikapróf þar sem faðir uppfyllir skilmerki fyrir andfélagslega persónuleikaröskun, en matsmaður lætur niðurstöðurnar ekki vega neitt í niðurstöðukaflanum um forsjárhæfni og fjallar ekkert um það hvort slíkir persónuleikabrestir hafi áhrif á barnið. Matsmaður lætur í ljós í niðurstöðukafla eins og andfélagsleg hegðun og neysla móður sé eitthvað í líkingu við sögu föður um slíka hegðun og nefnir að móðir hafi náð meiri bata en faðir. Samt hefur móðir aldrei gerst brotleg við lög með ofbeldishegðun en faðir ítrekað fengið dóma og setið inni, auk þess að hafa veitt móður slíka áverka að hún lá inni á spítala vegna þeirra.

Það að matsmaður telji foreldri sem veitt hefur móður barns síns svo alvarlega áverka eins og raun ber vitni, sé hæft til að fara með forsjá barns, er óskiljanlegt. Barnið hefði getað endað móðurlaust ef árásirnar hefðu gengið örlítið lengra, en matsmaður gerir nánast engar athugasemdir við alvarlegt ofbeldi mannsins og virðist hissa á því að samstarfið hafi ekki gengið vel og sýnir þvi engan skilning að móðir forðist að láta föður fá upplýsingar um þau. 

Matsmaður gefur ekkert út á það að ástæða þess að móðir hefur átt við erfiðleika að stríða andlega er að miklu leyti vegna þess ofbeldis sem faðir hefur beitt hana. 

Matsmaður gerir enga könnun á því hvort faðir hafi raunverulega verið án fíkniefna einhvern tíma og tekur hann á orðinu. Það er þó ekkert sem bendir til þess að hann sé í bata enda kemur fram í matsgerðinni á bls. 22 að hann hefur bara einu sinni farið inn á Vog og var rekinn þaðan út vegna ógnandi hegðunar. Matsmaður setur ekkert spurningamerki við það.

Matsmaður hló af móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“