Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur á vettvangi við Eiðsgranda eftir að þar fannst lík. Vefur Fréttablaðsins greinir frá.
Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að líkfundur hafi orðið á svæðinu. Hann segist ekki geta svarað hvort um lík af konu eða karli sé að ræða.
Málið er á borði Miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tjáir sig ekki frekar um málið í bili.
Uppfært – Eftirfarandi tilkynning um málið barst frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu:
„Á öðrum tímanum eftir hádegi í dag barst tilkynning til lögreglu um líkfund í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“