Hildur Sverrisdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp, ásamt þingmönnum allra flokka á Alþingi, sem felur í sér einföldun á lögum á reglum um tæknifrjóvgun.
Auk einföldunar regluverks í kringum tæknifrjóvganir er frumvarpinu ætlað að auka frelsi og traust til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að notast við tæknifrjóvgun í þeim tilgangi að eignast barn og búa til fjölskyldu. Verið er að draga úr miðstýringu stjórnvalda þegar kemur að þessum þætti í lífi fólks og auka svigrúm til þess að búa til nýtt líf. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu.
Helstu breytingarnar í frumvarpinu eru eftirfarandi:
Málið stendur Hildi nærri en í helgarviðtali við DV í apríl í fyrra opnaði hún sig um reynslu sína af erfiðleikum við að eignast barn með manni sínum og hvernig parið hafði gengið í gegnum nokkrar árangurslausar glasafrjóvganir.
Þegar hún tók svo sæti á Alþingi lét hún hendur standa fram úr ermum en eitt hennar fyrsta verk að var að smíða frumvarp sem einmitt eykur frelsið þeirra sem þurfa að undirgangast slíkar aðgerðir.
„Frumvarpið er fyrsta skrefið sem ég ætla að stíga í þessum efnum og tekur á frelsi með sambúðarform og nýtingu á fósturvísum sem ég veit að mun hjálpa mörgum. Ég vil þó fá að taka fram að frumvarpið tekur ekki á atriðum sem snerta mína persónulegu vegferð við að reyna að eignast barn, heldur eingöngu það sem ég hnaut um við að kynna mér þennan regluramma sem mér fannst þurfa endurskoðun. Ég fékk fulltrúa allra flokka á Alþingi með mér á málið sem mér þykir mjög vænt um. Svo skemmtilega vildi líka til að frumvarpið var lagt fram akkúrat einu ári upp á dag frá því að viðtalið við mig birtist. Það þykir mér falleg tilviljun og ber vonandi með sér að frumvarpið muni fá góðan hljómgrunn til að auka við tækifæri fólks til að eignast börn,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook-síðu sína.