fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Ári eftir að hafa opnað sig um erfiðleika sína við að eignast börn leggur Hildur fram frumvarp á Alþingi sem eykur frelsi þeirra sem eru í þessari stöðu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 09:53

Hildur Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp, ásamt þingmönnum allra flokka á Alþingi, sem felur í sér einföldun á lögum á reglum um tæknifrjóvgun.

Auk einföldunar regluverks í kringum tæknifrjóvganir er frumvarpinu ætlað að auka frelsi og traust til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að notast við tæknifrjóvgun í þeim tilgangi að eignast barn og búa til fjölskyldu. Verið er að draga úr miðstýringu stjórnvalda þegar kemur að þessum þætti í lífi fólks og auka svigrúm til þess að búa til nýtt líf. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu.

Helstu breytingarnar í frumvarpinu eru eftirfarandi:

  • Sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun í þeim tilgangi að búa til barn.
  • Slit sambúðar eða hjúskapar leiði ekki sjálfkrafa til þess að þeim fósturvísum sem einstaklingarnir sem stóðu að tæknifrjóvguninni og eiga í geymslu í kjölfar meðferðar skuli undantekningalaust eyða. Sama á við ef annar einstaklingurinn sem stóð að tæknifrjóvguninni andast.
  • Aðild að tæknifrjóvgun skuli byggð á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga gagnvart tæknifrjóvgunarferlinu og geymslu fósturvísa að því loknu, eftir atvikum.
  • Ráðherra skal í reglugerð gera betur grein fyrir því hvernig upplýst samþykki hlutaðeigandi í tæknifrjóvgunarferli skuli uppsett og útfært.
  • Gjöf fósturvísa verði heimil, en ekki í ábataskyni.

Málið stendur Hildi nærri en í helgarviðtali við DV í apríl í fyrra opnaði hún sig um reynslu sína af erfiðleikum við að eignast barn með manni sínum og hvernig parið hafði gengið í gegnum nokkrar árangurslausar glasafrjóvganir.

Sjá einnig: Hildur Sverrisdóttir vill meira frelsi í frjósemismálum – „Ég leyfi mér að segja við mér yngri konur, frystu eggin þín.“

Þegar hún tók svo sæti á Alþingi lét hún hendur standa fram úr ermum en eitt hennar fyrsta verk að var að smíða frumvarp sem einmitt eykur frelsið þeirra sem þurfa að undirgangast slíkar aðgerðir.

„Frumvarpið er fyrsta skrefið sem ég ætla að stíga í þessum efnum og tekur á frelsi með sambúðarform og nýtingu á fósturvísum sem ég veit að mun hjálpa mörgum. Ég vil þó fá að taka fram að frumvarpið tekur ekki á atriðum sem snerta mína persónulegu vegferð við að reyna að eignast barn, heldur eingöngu það sem ég hnaut um við að kynna mér þennan regluramma sem mér fannst þurfa endurskoðun. Ég fékk fulltrúa allra flokka á Alþingi með mér á málið sem mér þykir mjög vænt um. Svo skemmtilega vildi líka til að frumvarpið var lagt fram akkúrat einu ári upp á dag frá því að viðtalið við mig birtist. Það þykir mér falleg tilviljun og ber vonandi með sér að frumvarpið muni fá góðan hljómgrunn til að auka við tækifæri fólks til að eignast börn,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook-síðu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“