Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) hefur mælt með því að grímuskyldu flugfarþega á leið til Evrópulanda verði aflétt. Þrátt fyrir það hafa fjórtán lönd ákveðið að viðhalda grímuskyldunni áfram þegar ferðast er til landanna eða innan þeirra. Um er að ræða Austurríki, Portúgal, Kýpur, Holland, Tékkland, Malta, Eistland, Lúxemborg, Þýskaland, Grikkland, Litháen, Ítalía, Lettland og Spánn.
Ákvörðun landanna að viðhalda grímuskyldunni áfram helgast af því að ný Omnicron-afbrigði hafa litið dagsins ljós og vilja löndin stemma stigu við uppgangi þeirra. Ísland er í hópi landa sem hefur fullkomlega aflétt grímuskyldu í farþegaflugum og á það sameiginlegt með öðrum Norðurlöndum.