fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Umfangsmikil meint barnaníðsbrot Brynjars: Sagður hafa verðlaunað með rafrettum, áfengi, undirfötum og kynlífshjálpartækjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. maí 2022 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi fimmtudag verður kveðinn upp dómur í Héraðdómi Reykjaness yfir Brynjari Joensen Creed, 52 ára Vopnfirðingi, fyrir kynferðisbrot gegn fimm ólögráða stúlkum. Meint brot varða allt frá rafrænni áreitni upp í nauðganir.

Samkvæmt ákæru er Brynjar sakaður um alls 17 brot gegn þessum fimm stúlkum. Hins vegar eru margfalt fleiri meint brot Brynjars til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og hann á von á fleiri ákærum. Um gæti verið að ræða eitt umfangsmesta kynferðisbrotamál sem komið hefur upp á Íslandi. Tugir ólögráðna stúlkna hafa verið teknar í viðtal í Barnahúsi vegna rannsóknar málsins og talið er að Brynjar hafi átt rafræn samskipti við yfir 200 ólögráða stúlkur.

Sjá einnig: Ákæran gegn Brynjari aðeins toppurinn á ísjakanum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki viljað tjá sig um málið við DV þegar eftir því hefur verið leitað. Þó er rannsókn lokið hvað varðar þau 17 brot sem Brynjar er ákærður fyrir og ljóst að margt hefur komið fram um rannsóknina í aðalmeðferð í málinu sem lauk fyrir lok apríl, en þinghald var lokað.

Engu að síður er ljóst af ákæru og upplýsingum sem DV hefur komist yfir um málið að Brynjar er talinn hafa spilað nokkurs konar tölvuleik með þolendur sína þar sem sífellt grófari athafnir hafi verið verðlaunaðar með dýrari verðlaunum. Má í raun skipta þessu rafræna atferli upp í fimm borð, með líkingu við getustig í tölvuleikjum. Þannig hafi fyrsta borð verið að fá stúlku til að brosa eða hlæja í myndavél, borð tvö að senda mynd af buxnaklæddum afturenda og e.t.v. slá í afturendann, borð þrjú að hrista brjóst og senda mynd af næxbuxnaklæddum rassi, borð fjögur nakinn rass, brjóstaskora eða fullnekt; og lokaborðið er fullnæging í myndskeiði.

Brynjar setti þetta upp sem leik og í síma hans fundust skjáskot af borðunum fimm og skilaboð á milli hans og ótalmargra stúlkna sem hann reyndi að fá til að spila leikinn. Nær allar þær stúlkur sem Brynjar á enn eftir að ákæra fyrir að hafa brotið gegn spiluðu leikinm við hann.

Brynjar er sagður hafa greitt stúlkunum fyrir þessar athafnir og myndskeiðasendingar með rafrettum, rafrettuáfyllingarvökva, áfengi, undirfötum og kynlífshjálpartækjum.

Þess má geta að í ákæru er Brynjar meðal annars sagður hafa gerst brotlegur við lög um rafettur og áfyllingar fyrir rafrettur, sem og við ákvæði áfengislaga. Einnig er hann sakaður um brot á 99. grein barnaverndarlaga, þar sem segir: „Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.“

Sem fyrr segir verður dómur kveðinn upp í málinu gegn Brynjari í Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi fimmtudag.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“