fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Reyna að bera kennsl á barnslík sem fannst í ferðatösku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 19:38

Líkið var í þessari tösku. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Indiana í Bandaríkjunum reynir nú að bera kennsl á lík lítils drengs sem fannst í ferðatösku í apríl. Taskan fannst í þéttu skóglendi í suðurhluta ríkisins.

CNN segir að Indiana State Police í Sellersbrug hafi beðið almenning um aðstoð við að bera kennsl á líkið. Um er að ræða svartan dreng á aldrinum 5 til 8 ára. Hann er um 120 cm á hæð, mjósleginn og með stutt hár. Lögreglan segir að hann hafi látist á einhverjum tímapunkti vikuna áður en líkið fannst.

Krufning veitti ekki svör við hvernig hann lést en lögreglan vonast til að niðurstöður eiturefnarannsóknar muni veita svör við því og vonandi leiða hana í átt að lausn málsins.

Líkið fannst í ferðatösku, með hörðu yfirborði, sem áberandi Las Vegas merkingum að framan og aftan. Lögreglan var kölluð til eftir að manneskja, sem var að tína sveppi, fann töskuna þann 16. apríl og hafði strax samband við lögregluna.

Lögreglan hefur opnað sérstakt símanúmer sem fólk getur hringt í með upplýsingar um málið og hafa mörg hundruð símtöl borist. En lögreglan er engu nær því að vita hver drengurinn er og sagði talsmaður hennar að hann gæti þess vegna verið frá öðru landi en Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar