fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Pútín hefur ekki lýst yfir stríði – Opnar útleið fyrir rússneska hermenn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 05:44

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitri“ vill vera með fjölskyldu sinni en ekki í líkkistu. Sömu sögu er að segja af „Sergei“. Þessir tveir rússnesku hermenn eru dæmi um ákveðna tilhneigingu innan rússneska hersins. Þessi tilhneiging snýst um að hermenn vilja ekki fara til Úkraínu til að berjast og koma sér hjá því. Það geta þeir svo lengi sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lýsir ekki yfir stríði og heldur áfram að kalla innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð“.

The Guardian segir að „Dmitri“, sem er liðsmaður í úrvalssveitum rússneska hersins, hafi verið að undirbúa sig undir að vera sendur aftur til Úkraínu ásamt félögum sínum þegar yfirmaður þeirra brjálaðist við þá. Ástæðan var að hermennirnir hafi neitað að fara aftur til Úkraínu. „Það var fljótt ljóst að við vorum ekki allir hrifnir af hugmyndinni. Við vildum einfaldlega ekki fara aftur til Úkraínu. Ég vil fara heim til fjölskyldu minnar og það ekki í líkkistu,“ hefur The Guardian eftir „Dmitri“ sem er dulnefni sem miðillinn notar fyrir hermanninn sem vildi ekki koma fram undir réttu nafni.

Hann sagði að  yfirmaðurinn hafi róast fljótt því hann gat ekkert gert í málinu, vilji hermannanna réði. Sömu sögu er að segja af „Sergei“, sem BBC ræddi við. „Yfirmenn okkar nenntu ekki einu sinni að ræða þetta við okkur því vorum ekki þeir fyrstu til að yfirgefa herinn,“ sagði hann.

Svo lengi sem Pútín lýsir ekki yfir stríði og kallar það „sérstaka hernaðaraðgerð“ er ekki hægt að refsa rússneskum hermönnum fyrir að neita að fara til Úkraínu. Það versta sem er hægt að gera þeim er að reka þá úr hernum. Þetta sagði Mikhail Benyash, lögmaður, í samtali við The Guardian en hann segist hafa ráðlagt mörgum hermönnum um þessa leið.

„Rússnesku yfirmennirnir reyna að hræða hermennina með fangelsisrefsingu ef þeir neita að fara í stríð en við ráðleggjum þeim að segja bara nei. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að hefja réttarhöld yfir rússneskum hermanni ef hann neita að fara í stríð, svo lengi sem hann er á rússnesku landsvæði,“ sagði hann.

Hann sagði að reglurnar væru aðrar ef Pútín lýsir yfir stríði: „Þá eiga hermennirnir fangelsisdóm yfir höfði sér ef þeir neita að fara í stríð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brá í brún þegar hann sá verðið sem matarinnkaupin áttu að kosta – 548.273 krónur

Brá í brún þegar hann sá verðið sem matarinnkaupin áttu að kosta – 548.273 krónur
Fréttir
Í gær

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“