fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Oddvitar í borginni varkárir en Líf birtir yfirlýsingu – ,,Sparið ykkur samsæriskenningar góða fólk!“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 20:45

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn hafa ákveðið að taka ekki þátt í meirihluta í borginni og vantar því fráfarandi meirihluta tvo borgarfulltrúa til að halda honum. Hafa heyrst gagnrýnisraddir um þá ákvörðun en í kvöld birti Líf Magnedóttir, oddviti Vinstri grænna færslu á Facebook sem hljóðar svo:  

Nú hefur mér verið legið á hálsi um ýmislegt fyrir að standa hjá í meirihlutaviðræðum í bili. En mig langar að segja:

Ákvarðanir mínar eru teknar af yfirvegun. Enginn stýrir þeim. Ég ber þær vissulega undir hóp fólks sem ég treysti og sem fylgir mér að málum. Mér finnst ömurlegt að lesa samsæriskenningar. Ég er fullorðin kona í forystu fyrir hreyfingu. Ég tek ákvarðnir mínar sjálf. Og það er gott að finna stuðning Vinstri grænna félaga minna við þær.

Sparið ykkur samsæriskenningar góða fólk! Ég vinn fyrir alla borgarbúa. Líka þá sem eru á móti mér.

Líf hefur sagt það gleðilegt að flokkurinn hafi haldið sínu fulltrúa en niðurstöður kosninganna séu vonbrigði fyrir flokk­inn. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinsti grænna, sagði í á RUV í morgun að flokk­­ur­inn þurfi að velta fyrir sér hvort hann eigi erindi í borg­ar­stjórn eftir nið­ur­stöðu kosn­­ing­anna.

,,Ekki má oftúlka“

Oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hafa aftur á móti verið mjög opinskáir um vilja sinn til samflots í meirihlutasamstarfi og í fréttum RUV í kvöld sagði oddviti Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, að flokkanir muni haldast núna næstu daga vegna þess að samstarfið hafi gengið ofboðslega vel og hafi þau náð miklum árangri þannig að hún telji það vera góðan kost. Hún sagði eina leið að taka Framsóknarflokkinn með í samstarfið.

Flokkurinn myndi þá fylla upp í það skarð sem Vinstri græn skilja eftir sig.  

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir á frétt á visir nú undir kvöld að að ekki megi oftúlka orð hennar um að útiloka ekki neinn. Haft var eftir Þórdísi Lóu á mbl  í morgun að hún útilokaði ekki meirihlutasamstarf til hægri.  Segist hún hafa meint það með almennum hættir því Viðreisn útiloki ekki neitt í pólitík. 

Viðræður halda áfram og í kvöldfréttum ruv sagði Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins engan útiloka. Dagur B. Eggertsson segir flokkana þrjá ætla að haldast í hendur fyrst í stað og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar segist vera að kanna hvar landið liggur. 

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segir flokkinn tala við aðra flokka en engar formlegar viðræður átt sér stað. ,,Við þráum auðvitað að fá að komast að borðinu og geta komið okkar góðu málum í framkvæmd.“

„Það eru nokkrir flokkar sem kenna sig til vinstri sem að væri hægt að vinna með sem að mér fyndist að við ættum að skoða,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“