fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Sextug kona ákærð fyrir fíkniefnasmygl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. maí 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd áður 1961 hefur verið ákærð fyrir að smygla til landsins 809 töflum af Oxycontin. Konunni hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að finna hana og afhenda henni ákæruna.

Konan flutti töflurnar ólöglega til landsins frá Varsjá þann 5. desember 2021 en tollverðir í Leifstöð fundu efnin við líkamsleit á konunni. Var hún með töflurnar innanklæða í pakkningu sem vafin var með einangrunarlímbandi.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. júní næstkomandi. Er þess krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 809 OxyContin töflum.

Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans  verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.
Birtingarfrestur er einn mánuður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húnabyggð gætti ekki jafnræðis – Ákvörðun felld úr gildi í annað sinn á innan við ári

Húnabyggð gætti ekki jafnræðis – Ákvörðun felld úr gildi í annað sinn á innan við ári
Fréttir
Í gær

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“