fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Fyrsta flug Icelandair til Raleigh-Durham

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. maí 2022 17:10

Áhöfn fyrsta flugsins ásamt Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair lagði nú rétt í þessu upp í sitt fyrsta flug til Raleigh-Durham í Norður-Karólínufylki Bandaríkjanna. Flogið verður fjórum sinnum í viku á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá 12. maí til 30. október.

Raleigh og Durham eru nágrannaborgir í Norður-Karólínu og hafa þær vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hefur upp á margt að bjóða, spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma. Á svæðinu eru einnig sterk fyrirtæki í tæknigeiranum og háskólar á heimsmælikvarða. Icelandair mun bjóða tíðar ferðir til og frá Íslandi og öflugar tengingar áfram til áfangastaða félagsins í Evrópu. Félagið flýgur á þessu ári til 14 áfangastaða í Norður-Ameríku og 30 í Evrópu.

 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu.“

Nánari upplýsingar um Raleigh-Durham er að finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu