fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Eru komnir brestir í raðir rússneskra ráðamanna? Fimm héraðsstjórar tilkynntu um brotthvarf sitt á fimm klukkustundum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 06:59

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn tilkynntu fimm rússneskir héraðsstjórar um annað hvort afsögn eða þá að þeir sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta hefur vakið upp vangaveltur um að brestir séu komnir í raðir rússneskra ráðamanna vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Þýska dpa fréttastofan segir að fyrst hafi Sergei Sjvatjkin, héraðsstjóri í Tomsk í Síberíu, og Igor Vasiljev, héraðsstjóri í Kirov, tilkynnt um afsögn sína. Því næst tilkynntu héraðsstjórarnir í Saratov og Mari El um afsögn og að lokum tilkynnti Nikolai Ljubimov, héraðsstjóri í Ryazan, að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs.

Í tilkynningum þeirra kemur fram að sumir dragi sig í hlé vegna aldurs en aðrir vegna þess að þeir hafi gegnt embættinu svo lengi.

Abbas Galliamov, stjórnmálaskýrandi í Rússlandi, segir að sögn dpa að tilkynningar héraðsstjóranna geti verið afleiðing þess að þeir vilji yfirgefa sökkvandi skip áður en það sekkur alveg til botns. En þetta geti einnig verið vegna þrýstings frá æðstu stöðum innan pólitíska kerfisins.

Vladímír Pútín, forseti, skipaði nýja héraðsstjóra á þriðjudagskvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu