fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum og lagt hald á vinnubílinn – „Hæglátur, pínu undarlegur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Joensen Creed, sem ákærður hefur verið fyrir stórfelld kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlkum, starfaði hjá stóru heildsölufyrirtæki í Reykjavík, við viðhald tækja og þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og skóla. Hann var handtekinn á vinnustað sínum þann 8. nóvember 2021, hald var lagt á vinnubílinn og meðal annars notast við upplýsingar úr ökurita við rannsókn málsins.

Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV.

„Hann var hæglátur, pínu undarlegur. Utan við sig og erfitt að átta sig á honum. Lágmæltur,“ segir vinnufélagi Brynjars hjá fyrirtækinu, sem ræddi stuttlega við DV.

Þegar hefur verið réttað yfir Brynjari og dómsuppkvaðning verður í máli hans þann 19. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að Brynjar hafi búið í Reykjavík, nánar tiltekið í Grafarvogi, þegar meint afbrot voru framin fór Lögreglan á Suðurnesjum með rannsókn málsins. „Brotavettvangur er hluti af ástæðunni en svo eru ástæður sem við gefum ekki upp,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

DV spurði Sveinbjörn hvernig lögreglan hefði fengið veður af athæfi Brynjars og sagði Sveinbjörn: „Við viljum eiginlega ekki tjá okkur um þetta mál að svo stöddu.“

Vildi Sveinbjörn ekki tjá sig frekar um rannsóknina, sem er nokkuð sérstakt, þar sem aðeins vika er í dómsuppkvaðningu málsins og aðalmeðferð í málinu, í lokuðu þinghaldi, hefur þegar farið fram og þar hafa án nokkurs vafa komið fram upplýsingar um rannsókn málsins. Vísaði Sveinbjörn frekari spurningum til héraðssaksóknara, „þar sem málið er farið frá okkur“.

DV sendi nokkrar spurningar á Kolbrúnu Benediktsdóttur héraðssaksóknara og spurði um umfang rannsóknarinnar, aldur brotaþola, fjölda vitna og yfirheyrðra við rannsókn, hvernig lögregla hefði fengið veður af meintu athæfi Brynjars og hvað hefði verið haldlagt í rannsókninni. Beðið er svara héraðssaksóknara.

Samkvæmt ákæru er Brynjar sakaður um mjög alvarleg brot gegn fimm ólögráða stúlkum. Brotin eru framin á tímabilinu 2018 til 2021 en meirihluti brotanna var framinn á síðasta ári. Þau fela í sér klámfengin samskipti í gegnum samskiptaforritið Snapchat, nauðgun í bíl og á gistihúsi, börnin véluð til að nota kynlífshjálpartæki, taka upp á myndskeið og senda Brynjari, sem og dreifingu á kynferðislegu efni með þolendunum til annarra.

Sjá einnig: Meintur íslenskur barnaníðingur ákærður fyrir 17 brot

Sem fyrr segir eru meintir þolendur Brynjars fimm en brotin sem ákært er fyrir eru 17.

„Núna veit maður hvað hann var að hugsa um“

Frá því Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum, þann 8. nóvember í fyrra, hefur hann setið í fangelsinu á Hólmsheiði. Hann er með lögheimili á Vopnafirði, en það er til komið vegna skilnaðar. Var hann kominn með lögheimili í Reykjavík og hafði búið í Grafarvogi síðustu árin. Brynjar er fæddur árið 1970.

„Brynjar var augljóslega undir einhvers konar álagi,“ segir vinnufélagi hans hjá heildsölufyrirtækinu. „Hann klessti vinnubíl illa og var stundum að bakka á eða keyra utan í. Eins og hann væri ekki með hugann við umhverfið. Núna veit maður hvað hann var að hugsa um. Ógeðslegt.“

Þess má geta að Brynjar var trúnaðarmaður fyrir sinn vinnustað hjá VR. Hann hefur tekið þátt í almenningshlaupum og hlaupið til styrktar góðum málefnum.

Sjá einnig: Miðaldra fjölskyldufaðir frá Vopnafirði hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár, grunaður um stórfelld kynferðisbrot gegn börnum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti