Þetta er fyrsta spáin þessarar tegundar sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og var hún unnin i samvinnu við notendur flugvallarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.
Miðað við spána þá verða farþegar á þessu ári 162% fleiri en á síðasta ári. Reiknað er með að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september.
Reiknað er með að fjöldi skiptifarþega tvöfaldist í maí og aukist jafnt og þétt fram á haust. Gert er ráð fyrir 1,5 milljónum tengifarþega á árinu en þeir voru rúmlega 2 milljónir 2019 en 350 þúsund í fyrra.
24 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar en voru 25 sumarið 2019. Áfangastaðirnir nú verða 75 en voru 80 yfir sumarmánuðina 2019.
Isavia gerir ráð fyrir að 1,4 til 1,5 milljónir ferðamanna komi til landsins á árinu en fyrri spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljónum.