Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem Þóra Arnórsdóttir fréttamaður höfðaði, þar sem þess var krafist að starfsmenn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrðu dæmdir vanhæfir til að rannsaka Samherja-símamálið. Þóra áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.
Fréttablaðið greinir frá þessu.
Þóra vísaði til ummæla Eyþórs Þorbergssonar, staðgengils lögreglustjóra, í greinargerð til dómstólsins, sem og ummæla hans í fjölmiðlum í kjölfar úrskurðar í málinu. Ummælin þóttu óheppileg og óviðeigandi en ekki til þess fallin að valda vanhæfi við rannsókn málsins, að mati Landsréttar.
Þóra er ein fjögurra blaðamanna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókninni og hafa verið kallaðir til yfirheyrslu. Yfirheyrslurnar hafa tafist vegna dómsmála en áður hefur Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Stundinni, látið reyna á lögmæta aðgerða lögreglunnar við rannsókn málsins fyrir dómstólum.