fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Líkir Pútín við nasista – „Fasisti og einræðisherra“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 04:34

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín og þeir sem standa honum næst á pólitíska sviðinu í Rússlandi „endurspegla fasisma“ nasista með innrásinni í Úkraínu. Þetta mun Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segja nú í morgunsárið áður en hin árlega hersýning hefst á Rauða torginu í Moskvu en í dag er Sigurdagurinn í Rússlandi þar sem Rússar minnast sigursins á hersveitum nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að einnig sé reiknað með að Wallace muni saka Pútín um að stela þessum árlega Sigurdegi og segja að helstu bandamenn hans og hershöfðingjar séu samsekir. „Með innrásinni í Úkraínu endurspegla Pútín, nánustu bandamenn hans og hershöfðingjar fasismann og einræðið eins og það var fyrir 70 árum. Þeir endurtaka mistök einræðisstjórnanna á síðustu öld,“ mun Wallace segja í ræðu sem hann flytur í the National Army Museum í Lundúnum nú í morgunsárið.

Ben Wallace. Mynd:EPA

„Tilefnislaus og ólögleg innrás í Úkraínu, árás á saklausa borgara og heimili þeirra og útbreidd grimmdarverk, þar á meðal meðvitaðar árásir á konur og börn, eyðileggja minninguna um fórnir fyrri tíma og það sem áður var gott orðspor Rússlands á alþjóðavettvangi,“ mun hann einnig segja að sögn The Guardian.

Hersýningar verða í Moskvu og fleiri rússneskum borgum í dag í tilefni dagsins og Pútín mun væntanlega ávarpa þjóð sína. Margir bíða ræðu hans með eftirvæntingu því reiknað er með að hann muni annað hvort reyna að telja þjóð sinni trú um að sigur hafi unnist í stríðinu í Úkraínu eða lýsa yfir stríði á hendur Úkraínu en eins og er, er um „sérstaka hernaðaraðgerð“ að ræða eftir því sem Pútín og hans fólk segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi