fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Jón var kallaður í lögregluyfirheyrslu vegna kattarhvarfs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 17:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar áhyggjur eru á meðal sumra íbúa í Langholtshverfi af tíðum hvörfum heimiliskatta úr hverfinu. Eru einhver dæmi um að kettir sem hafa horfið úr hverfinu hafi fundist annars staðar í borginni eða jafnvel utan borgarmarkanna. Eru þessi mál rædd í íbúahópi hverfisins á Facebook.

Rétt er að halda því til haga að kettir geta hæglega villst út úr sínu daglega umhverfi, sérstaklega eftir að hlýna tekur í veðri á vorin. Þeir heillast þá af fuglum og músagangi og getur borið svo langt burtu frá heimilum sínum að þeir rata ekki til baka. En mál þar sem kettir hafa verið fjarlægðir af mannavöldum eru þó til og hvað varðar Langholtshverfi er að minnsta kosti eitt mál skjalfest.

Talið er að minnst átta kettir hafi horfið sporlaust úr hverfinu síðasta ríflega hálfa árið. Einn af þessum köttum fannst nýlega við Nesjavallaveg en hann hvarf í september í fyrra.

DV sendi fyrirspurn um málið á Matvælastofnun (MAST) og fékk eftirfarandi svar:

„Ég get staðfest að ábending barst – um svipað mál og þú nefnir – til Matvælastofnunar árið 2020. Þá var málið rannsakað hjá stofnuninni. Að lokum var það kært til Lögreglu. Annað get ég ekki upplýst um í þessu samhengi.

Með kveðju,

Konráð Konráðsson

Héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis/ District Veterinary Officer

Dýraheilsa/Animal Health and Welfare“

Viðurkennir að hafa verið kallaður til yfirheyrslu

Komið hefur fram í einkaspjalli íbúa í hverfinu að íbúi einn í Skipasundi, Jón M. Ívarsson, sé grunaður um að vera valdur að hvarfi katta. Er hann sagður hafa sett ketti í fellibúr og fjarlægt þá.

DV hafði samband við Jón og viðurkennir hann að vera sá maður sem um ræðir í svari MAST, varðandi rannsókn á kattarhvarfi árið 2020:

„Ég kannast alveg við það mál. Síðan veit ég ekkert um kattamál hér í hverfinu. Hafi kettir horfið eða verið fjarlægðir þá er það mér alveg óafvitandi. En ég var kallaður fyrir og svaraði spurningum hjá lögreglu. Ég var alveg steinhissa á því að það væri gert svona mikið mál úr þessu. Sá köttur sem um ræðir er í góðu yfirlæti hjá sínum eigendum, að því er ég best veit,“ segir Jón. En kannast hann við að vera sá aðili sem fjarlægði umræddan kött?

„Ég held að ég sé ekkert að rifja það upp meira. Ég veit ekkert hvar hann fannst, ég veit bara að kötturinn er í góðu yfirlæti hjá sínum eigendum og því máli er lokið.“

Jón er mjög andsnúinn lausagöngu katta:

„Mér finnst alveg með ólíkindum hvað margt fólk lætur kettina sína ganga lausa úti. Svo er mér sagt að þetta séu heimiliskettir, þeir eru ekki merktir eða neitt og ég taldi víst að þetta væru villikettir allt saman, en svo virðist ekki vera.“

DV ítrekaði spurningu um hvort Jón hafi fjarlægt ketti. Hann svaraði:

„Fjarlægt kött? Ég ætla ekkert að ræða þau mál sérstaklega. Ef kettir eru að þvælast hérna reyni ég að stugga þeim í burtu og meira er það ekki,“ segir hann og neitar því síðan að hann fjarlægi ketti.

„Mér leiðist að sjá ketti drepa fugla hérna í kring. Mér finnst ósvífið af fólki að láta kettina sína ganga lausa. Svo míga þeir og skíta hjá nágrönnunum. Ég þekki fólk sem lætur kettina sína aldrei fara út og ég sé ekki betur en þeir lifi bara ágætislífi. Það er til dæmis köttur hérna í húsinu sem ég veit ekki til að fari nokkurn tíma út fyrir hússins dyr.“

Aðspurður hvort ami sé af köttum nágranna hans segir hann: „Ég veit ekki hvaðan þessir kettir koma. Maður sé af og til ketti á ferli hérna en maður veit ekki hver á þá, það sést ekki á þeim.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Demókratar gera stólpagrín að stuðningi Trump við Pútín

Demókratar gera stólpagrín að stuðningi Trump við Pútín
Fréttir
Í gær

Hann er ekki enn orðinn kanslari en ummæli hans um Bandaríkin gefa ótrúlega stefnubreytingu til kynna

Hann er ekki enn orðinn kanslari en ummæli hans um Bandaríkin gefa ótrúlega stefnubreytingu til kynna
Fréttir
Í gær

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“
Fréttir
Í gær

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna en fullyrt að staðið hafi verið við allt

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna en fullyrt að staðið hafi verið við allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna