fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Blaðamenn Kjarnans hóta Páli málsókn fyrir bloggskrif um Samherja-símamálið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhaldsskólakennarinn og bloggarinn Páll Vilhjálmsson greinir frá því að hann hafi fengið kröfubréf frá lögmanni Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, og Arnars Þórs Ingólfssonar, blaðamanns á miðlinum, þar sem honum er hótað lögsókn ef hann dragi ekki til baka ummæli um blaðamennina og biðjist afsökunar á þeim.

Páll hefur tjáð sig í gríð og erg um rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra á stuldi á síma Páls Steingrímssonar Samherjaskipstjóra og afritun á gögnum úr símanum. Hefur Páll hvað eftir annað sakað blaðamenn á RÚV, Stundinni og Kjarnanum um glæpsamlegt athæfi í tengslum við þessi atvik.

Ummælin sem þeir Kjarnamenn krefjast að Páll dragi til baka og biðjist afsökunar á eru eftirfarandi:

„Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, […] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“

Það er Vilhjálmur H. Vilhálmsson lögmaður sem sendir kröfubréfið fyrir hönd þeirra Þórðar og Arnars. Páll segir í pistli sínum um þetta:

„Gögn frá lögreglu sýna að Arnar Þór og Þórður Snær eiga aðild, beina eða óbeina, að refsiverðu athæfi. Í væntanlegu sakamáli verður ákært á grunni sakamálaannsóknar, verjendur blaðamannanna færa rök fyrir sýknu og dómari úrskurðar. Þeir sem eiga málsaðild eru ákærðu, vitni og tjónþoli – Páll skipstjóri. 

Ef ríkisstyrktur Kjarninn, Arnar Þór og Þórður Snær, stefna bloggara fyrir að birta sannindi er svo komið að þöggun er vopn blaðamanna. Frjáls umræða var einu sinni aðalsmerki blaðamanna. Nú er hún Snorrabúð stekkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi