fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Þjóðþekktir á suðupunkti vegna flugrútunnar – „Er þetta ekki komið út í hreint djók?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. maí 2022 12:50

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason, rithöfundur, segir farir sínar ekki sléttar af því að taka Flugrútuna frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Frá því hann steig upp í rútuna og var sagt að hún legði af stað eftir fimm mínútur, og til þess að hún var komin á umferðarmiðstöðina BSÍ í Reykjavík leið 1 klukkutími og 45 mínútur.

„Því miður var það Kynnisferðarúta (sem eitt sinn var og er kannski enn í eigu fjölskyldu fjármálaráðherra), þar sem hún var næst til brottferðar. ”Fer eftir fimm” var mér tjáð.

Það reyndust þó þrjátíu og fimm, þar sem hér var spilað af fingrum fram og beðið á meðan fólk streymdi enn út á stæðið. Engin sýnileg áætlun í gangi. Ferðin til höfuðborgarinnar gekk vel þótt beltin séu reyndar óþægileg,“ segir Hallgrímur á Facebooksíðu sinni.

Tekinn óvæntur krókur

„Hið furðulega gerðist síðan að tekinn var gríðarlegur krókur á leiðinni á BSÍ til að skila einum enskum Rotary-hjónum á Hotel 201 í Hlíðarsmára í Kópavogi, við hliðina á Sýslumanninum góða. Ekki fundu þau farangur sinn alveg strax og máttu þar 60 farþegar bíða á stæði á meðan Rótarýmaðurinn rótaði í töskugeymslunni. Þetta tók góðar sjö mínútur. Á meðan gafst færi á að velta því fyrir sér hvort Kynnisferðir eigi líka Hotel 201. Þá var loks haldið til Reykjavíkur. Tíminn frá því að mér var sagt að rútan færi eftir fimm og að komu á BSÍ var ein klst og 45 mín.

Er þetta ekki komið út í hreint djók?“ spyr hann.

„Gjörsamlega óþolandi rugl!“

Fjölmargir taka undir með Hallgrími. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir: „Rvíkflugvöll burt og hraðlest milli Rvíkur og Leifstöðvar fyrir milli- og innanlandsflug.“

Skáldið Salka Guðmundsdóttir segir: „Gjörsamlega óþolandi rugl! Veit ekki hvað ég hef farið margar furðulegar slaufur í þessum rútum að einhverjum hótelum til að skutla ferðafólki upp að dyrum. Ég hef aldrei annars staðar komið í flugvallarrútu þar sem almennum sætaferðum er blandað saman við þjónustu við hóteleigendur.“

Kristrúnu Frostadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er líka nóg boðið: „Lest til Keflavíkur – kostnaðurinn vegur margfalt upp kostnaðinn af þessum ytri áhrifum (tími, landsvæði, mengun) þó þröngur Excel rammi segi annað. Snýst um lífsgæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“